Fyrstu tíu dagar ágústmánaðar 2024

Meðalhiti fyrstu tíu daga ágústmánaðar er 11,5 stig í Reykjavík og er það í meðallagi áranna 1991-2020 og +0,2 stigum ofan meðallags síðustu tíu ára. Raðast hitinn í 15. hlýjasta sæti aldarinnar (af 24). Hlýjastir voru þessir sömu almanaksdagar árið 2003, meðalhiti þá 13,5 stig, kaldastir voru þeir 2022 þegar meðalhitinn var 10,2 stig. Á langa listanum raðast hitinn í 52. sæti af 152. Á honum er 2003 líka á toppnum, en kaldast var 1912, meðalhiti aðeins 6,4 stig.
 
Á Akureyri er meðalhiti fyrstu tíu daga ágústmánaðar nú 10,7 stig, -0,7 stigum neðan meðallags 1991 til 2020 og -0,2 stigum neðan meðallags síðustu tíu ára.
 
Hitanum er nokkuð misskipt. Langkaldast að tiltölu hefur verið á Austfjörðum. Þar raðast hitinn nú í 22. hlýjasta sæti aldarinnar (þriðjakaldasta), en við Faxaflóa raðast hitinn aftur á móti í 13. hlýjasta sæti aldarinnar - eins og á Austurlandi að Glettingi.
 
Á Tálknafirði og á Lambavatni hefur hiti verið +0,9 stigum ofan meðallags síðustu tíu ára, en kaldast (að tiltölu) hafur verið á Vattarnesi þar sem hiti er -1,3 stig neðan meðallags síðustu tíu ára.
 
Úrkoma er langt ofan meðallags á öllu landinu. Í Reykjavík hefur hún mælst 59,8 mm sem er meir en þreföld meðalúrkoma. Úrkoma hefur aðeins fjórum sinnum mælst meiri í Reykjavík sömu almanaksdaga, mest 1983, en einnig 1980, 1984 og 1887. Á Akureyri hefur úrkoman mælst 23,4 mm og er það rúmlega tvöföld meðalúrkoma og á Dalatanga hefur hún mælst 151,8 mm, meir en þreföld meðalúrkoma.
 
Þrátt fyrir þessa miklu úrkomu er sólskinsstundafjöldi í Reykjavík nánast í meðallagi, 52,5 stundir, einni stund neðan meðallags. Á Akureyri hafa sólskinsstundirnar mælst 29,8 og er það 17 stundum neðan meðallags.
 
Loftþrýstingur hefur verið sérlega lágur það sem af er mánuði, 994,8 hPa. Hann hefur aðeins einu sinni verið jafnlágur sömu daga síðustu 200 árin rúm. Það var 1842. Árið 2020 var hann þó ámóta lágur og nú.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Blessað landð okkar geymir vatnið fyrir komandi kynslóðir m.a. í viðskiptum.

Helga Kristjánsdóttir, 12.8.2024 kl. 21:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • w-blogg211124a
  • w-blogg181124a
  • w-blogg151124c
  • w-blogg151124b
  • w-blogg151124a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 96
  • Sl. sólarhring: 309
  • Sl. viku: 2418
  • Frá upphafi: 2413852

Annað

  • Innlit í dag: 92
  • Innlit sl. viku: 2233
  • Gestir í dag: 89
  • IP-tölur í dag: 89

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband