Smávegis af júlí 2024

Eins og fram kom í júlíyfirliti Veðurstofunnar var verðri nokkuð misskipt hér á landi í júlí. Úrkomusamt og svalt var um landið sunnan- og vestanvert, en hlýtt um landið norðaustanvert - þótt þær gerði nokkrar óþægilegar úrkomugusur líka. Vestanátt var heldur minni í háloftunum en vant er, en sunnanátt hins vegar allstríð, loftþrýstingur lágur og veðrahvörfin stóðu lágt. 

w-blogg020824a

Kortið sýnir greiningu evrópureiknimiðstöðvarinnar á hæð 500 hPa-flatarins (heildregnar línur), þykkt (daufar strikalínur) og þykktarvik (litir). Köld stroka liggur til suðurs meðfram vesturströnd Grænlands og þaðan austur um haf fyrir sunnan land. Að öðru leyti er hlýrra á kortinu heldur en að meðaltali. Kuldapollar hafa stöðugt brotist suður úr Íshafinu og sést slóð þeirra á þykktarvikunum. Loftið hér suðurundan hefur ekki bara verið svalt, heldur líka óstöðugt - hlýindi sjávar (miðað við kulda loftsins að norðan) ýta undir óstöðugleikann. 

Ritstjórinn finnur skyldleika með fyrri júlímánuðum helst árin 2014, 1994, 1947 og 1937. Óþurrkar ríktu á Suður- og Vesturlandi mestallt sumarið, 1937 og 1947, en blandaðra ástand var 1994 og 2014 - júlímánuður óþurrkasamur syðra, en síðan batnaði í báðum tilvikum. Hvað gerist nú vitum við auðvitað ekki. 

w-blogg020824b

Taflan sýnir röðun meðalhita á spásvæðunum í samanburði við aðra júlímánuði á þessari öld. Mjög hlýtt var á Norðurlandi eystra, fjórðihlýjasti júlímánuður aldarinnar. Einnig var hlýtt á spásvæðunum þar í kring, alveg suður á Austfirði. Í öðrum landshlutum telst mánuðurinn í meðallagi, svalast þó á Suðurlandi og við Faxaflóa. 

Eins og getið er um í yfirliti Veðurstofunnar var úrkoma óvenjuleg víða Vestanlands og júlíúrkoma mældist meiri en áður á fáeinum stöðvum sem mælt hafa í nokkra áratugi. 

Við þökkum BP að vanda fyrir kortagerðina. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • Slide8
  • Slide7
  • Slide6
  • Slide5
  • Slide4

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 35
  • Sl. sólarhring: 159
  • Sl. viku: 1208
  • Frá upphafi: 2464595

Annað

  • Innlit í dag: 34
  • Innlit sl. viku: 1038
  • Gestir í dag: 34
  • IP-tölur í dag: 33

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband