Bara að nefna það - þá ...

Í gær birtist hér á hungurdiskum pistill um lágan loftþrýsting í júlímánuði. Það hefur að vísu ekkert breyst frá því í gær hvað innihald hans varðar - það stendur fyrir sínu - en nú vill skemmtideild evrópureiknimiðstöðvarinnar (drauma - eða martraðarsvið hennar) stinga upp á athyglisverðu tilviki í næstu viku. Við verðum auðvitað að taka fram að hér er ekki um neinn raunveruleika að ræða - enn sem komið er að minnsta kosti - og aðrar spár sýna ekki það sama. 

w-blogg220724a

Kortið gildir eftir rúma viku, miðvikudag 31. júlí, kl.6 að morgni. Háloftalægðin fyrir vestan land er sérlega djúp og öflug - og háloftavindar með því öflugasta sem sést í júlímánuði - ekki mjög efnilegt satt best að segja. Til að þetta verði þarf stór hluti stóra kuldapollsins í Norðuríshafi að brotna frá - og fara til suðurs um Ellesmereeyju og Baffinsland - og síðan skríða til austurs inn á Grænlandshaf. Þetta er nokkuð flókin atburðarás sem er háð því að ýmislegt „gangi upp“. Líkur eru heldur gegn því að þetta gerist svona - aftur á móti er ekki ólíklegt að kuldapollurinn fari af stað. Í því fellst ákveðin von fyrir þá sem vilja gjarnan fá breytingu á veðurlagi - en jafnframt áhætta. Fleiri spár senda stóra brotið lengra til suðurs - fari svo gæti það komið veðurlaginu úr því fari sem það hefur verið í að undanförnu. 

Háloftavindarnir sem sjást á kortinu eru óvenjusterkir - en kannski ekki alveg dæmalausir. Hægt er að leita uppi svipuð dæmi. Við finnum strax 9. júlí 2018 - en þá var munurinn þó sá að kuldapollurinn var ekki eins öflugur - og allt á meiri hraða en nú er, loftið líka hlýrra. Þetta var rétt í kringum hlaupið mikla úr Fagraskógarfjalli. 

Ef við leitum lengra aftur í tímann finnum við daga bæði árið 1972 og 1964. En það tilvik sem birtist líkast þessu er frá rigningasumrinu mikla 1955. 

w-blogg220724b

Afskaplega ámóta háloftakort - en þó var sá munur að árið 1955 var sjávarmálslægðin sem fylgdi mun grynnri heldur en spá skemmtideildarinnar nú - henni er spáð niður í 970 hPa - harla óvenjulegt - eins og fjallað var um í hungurdiskapistli gærdagsins. En það þarf bara að nafna það, þá ... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • w-blogg211124a
  • w-blogg181124a
  • w-blogg151124c
  • w-blogg151124b
  • w-blogg151124a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 885
  • Sl. sólarhring: 919
  • Sl. viku: 2680
  • Frá upphafi: 2413700

Annað

  • Innlit í dag: 828
  • Innlit sl. viku: 2428
  • Gestir í dag: 805
  • IP-tölur í dag: 785

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband