22.7.2024 | 00:23
Lægsti og hæsti þrýstingur í júlí hér á landi
Þann 15.júlí sumarið 2012 birtist á hungurdiskum pistill undir yfirskriftinni: Lægðir eru grynnstar í júlí. Megnið af því sem stendur í þessum pistli er enn í fullu gildi, en eitt atriði hans varð samt úrelt innan viku (sennilega var það ástæða þess að pistillinn komst yfirleitt á blað). En síðan eru liðin 12 ár - (ritstjóranum finnst að hann hafi bara rétt litið upp) og kannski er ástæða til að endurskrifa pistilinn. Honum fylgdu þrír aðrir pistlar dagana á eftir - flest þar stóð átti bara við stöðuna þá - ekki þörf á að endurtaka það nú. En hefst nú lesturinn:
Á Íslandi er stormatíðni minnst í júlímánuði. Mjög djúpar lægðir eru sjaldséðar og mikill þrýstibratti frekar fátíður - alla vega fátíðari heldur en í öðrum mánuðum. Meðalloftþrýstingur er hins vegar hærri í maí heldur en júlí. Það bendir til þess að hár þrýstingur sé líka frekar fátíður á þessum árstíma.
Við skoðun á tölvuspám er mjög hagkvæmt að hafa tilfinningu fyrir því hvað er óvenjulegt - er djúp lægð sem kemur fram í margra daga spám trúverðug - er hún óvenjuleg? Er rétt að gefa henni sérstakt auga? Við þurfum einhvern kvarða til að miða við og ljóst er að hann er allt annar í júlí heldur en í janúar. Við reynum því að svara því hvenær júlílægð telst óvenjudjúp og hvenær er háþrýstisvæði orðið óvenjuöflugt á þeim tíma árs.
Til að gera það horfum við á línurit sem sýnir lægsta og hæsta þrýsting sem mælst hefur hér á landi í júlí frá 1821 til 2023. Taka verður fram að listinn að baki línuritinu er ekki alveg skotheldur (þó bættur frá 2012) og verður seint farið nákvæmlega í saumana á öllum villum - þær eru örugglega einhverjar.
Lóðrétti kvarðinn sýnir þrýsting í hPa en sá lárétti vísar á árin. Bláu súlurnar ná til háþrýstings en þær gráu sýna lægsta þrýsting hvers júlímánaðar. Við sjáum enga leitni sem hönd er á festandi, en þó, að lágþrýstingurinn virðist stökkva meira til frá ári til árs á fyrri hluta tímabilsins - en hann gerir það líka síðustu tíu árin. Í heildina virðist sem lágþrýstilínan leiti heldur niður á við - en meginástæðan er trúlega sú að framan af mældu mjög fáar stöðvar á landinu þrýsting og þær sem það gerðu athuguðu flestar aðeins einu sinni til þrisvar á dag. Líkur á að missa af lægsta þrýstingi þegar þannig hagar til eru því töluverðar - sérstaklega vegna þess að lægsti þrýstingurinn fylgir einkum hraðfara kröppum lægðum. Þótt ítrasti háþrýstingur geti einnig farið forgörðum af sömu ástæðum eru líkur á að miklu skeiki talsvert minni. - Breiðari og jafnari línur (sía) eru settar inn til að auðvelda okkur að fylgja súlunum.
Þrjú lægstu tilvikin eru, 2012, 1901 og 1923. Það var þann 22. júlí 2012 sem þrýstingur á Stórhöfða í Vestmannaeyjum fór niður í 972,4 hPa, sá lægsti sem mælst hefur á Íslandi í júlí. Þann 18. júlí 1901 mældist þrýstingur í Stykkishólmi 974,1 hPa, kannski varð hann enn lægri milli athugana. Tilvikið frá 1923 er ómarktækt hærra (líka úr Stykkishólmi).
Á fyrri hluta tímabilsins er slæðingur af tilvikum þar sem lægsti þrýstingurinn fer ekki niður fyrir 1000 hPa allan mánuðinn. Árið 2012 hélt ritstjórinn að það hefði einnig gerst 2011, en sást yfir athugun úr Grindavík þar sem þrýstingurinn mældist 999,7 hPa - og var þar með lægri en 1000 hPa. En svo var það í júlí 2015 að þrýstingur fór ekki niður fyrir 1000 hPa, mældist lægstur í Surtsey og í Önundarhorni undir Eyjafjöllum (1000,4 hPa). Þessar stöðvar voru auðvitað ekki að mæla fyrr á tímum.
Við sjáum greinilega að áratugur eða meir getur einnig liðið á milli þess sem þrýstingur fer niður fyrir 980 hPa í júlí, en það gerist þó það oft að það telst varla afbrigðilegt (fjórum sinnum frá síðustu aldamótum). Ganga má út frá því sem vísu að ólíklegt sé að Ísland veiði allar dýpstu lægðirnar. Júlílægð á Atlantshafi sem er um 980 hPa djúp telst því ekki mjög óvenjuleg.
Aftur á móti er mjög sjaldgæft hér á landi að þrýstingurinn fari niður fyrir 975 hPa - svo djúp lægð er óvenjuleg á Atlantshafi í júlí og þá auðvitað allt þar fyrir neðan. Þegar þetta er skrifað vitum við aðeins um þrjár mælingar á landinu í júlí neðar en 975 hPa (áður taldar) og í tveimur tilvikum í viðbót mældist þrýstingurinn 975,0 hPa (1912 og 2014).
Af háþrýstihluta myndarinnar (þeim bláa) má sjá að hæsti þrýstingur júlímánaðar er oftast á bilinu 1020 til 1025 hPa en sjaldgæft er að hann nái 1030 - hefur ekki orðið svo hár hér á landi síðan 1996. Komst reyndar mjög nærri því 2012 því þá var 1031 hPa hæð rétt fyrir suðvestan land, en hæst mældust 1029,5 hPa á veðurstöð (á Reykjavíkurflugvelli og í Surtsey).
Allt ofan við 1032 hPa er mjög óvenjulegt. Háþrýstimet júlímánaðar telst vera 1034,3 hPa og var það sett í Stykkishólmi 3.júlí 1917. Grunur leikur reyndar á að loftvogin í Stykkishólmi hafi sýnt lítillega of hátt á þessum tíma - en varla munar þó nema einhverjum brotum úr hPa (mesta lagi 0,5 til 0,7 hPa). Stykkishólmur á líka næsthæsta gildið, það er frá 4. júlí 1978.
Mesti munur á þrýstingi í sama júlímánuði er 57,1 hPa, það var 2012. Útspönn júlíþrýstingsins fyrir tímabilið allt er reynist vera 61,9 hPa - sú minnsta í nokkrum mánuði ársins.
Ritstjóri hungurdiska á greiðan aðgang að hluta endurgreininga, punkta í námunda við Ísland. Auðvelt er að leita að lágum þrýstingi í þessum punktum öllum. Við getum til hægðarauka talað um stóríslandssvæðið.
Leitin hefur farið fram og í ljós kom að bandaríska greiningin (c20v2 - til 2008) nær íslensku lágþrýstigildunum þremur (1901, 1912 og 1923) ekki alveg - lægðir hannar eru aðeins of flatar í botninn - eða lágþrýstingurinn of skammlífur til þess að þær komi fram í netinu. Sé leitað á stóríslandssvæðinu öllu finnast aðeins þrjú tilvik önnur þegar þrýstingur var undir 975 hPa að mati greiningarinnar í júlí. Þetta var 1926, 1948 og 1964. Í síðasta tilvikinu var þrýstingurinn lægstur í suðausturhorni svæðisins - sennilega einhver dýpsta lægð sem nálgast hefur Skotland í júlímánuði, hugsanlega var þrýstingur í miðju hennar undir 970 hPa (að morgni 8.júlí).
Í framhaldi af þessu var spurt hversu lágt þrýstingur gæti farið hér á landi í júlí. Skýringardæmið sem notað var í pistlinum 2012 á enn vel við - og röksemdafærslan líka. Við endurtökum það því ekki hér en vísum í gamla pistilinn sem birtist 23.júlí 2012 - en tökum fram að miðjuþrýstingur lægðarinnar sem olli metinu 2012 var 966 hPa.
Það eina sem hefur bæst við er að evrópska endurgreiningin stingur upp á 5170 metrum sem lægstu 500 hPa hæð á svæðinu. Hún kemur fram í greiningunni 5.júlí 2013 - ekki yfir Íslandi, en ekki langt fyrir suðvestan land.
Svarið í lok pistilsins var - og við breytum því aðeins lítillega:
Svarið um lægsta hugsanlega loftþrýsting í júlí gæti því verið á bilinu 953 til 956 hPa. Erfiðleikarnir við að komast niður fyrir 975 hPa benda þó til þess að þetta sé samt eitthvað mjög ólíklegt (hátt í 20 hPa neðar en núverandi Íslandsmet - og meir en 10 hPa neðar en dýpstu lægðir sem við vitum um á svæðinu í júlí). Mjög erfitt er að segja til um hvort hlýnandi veðurfar auki eða minnki líkur á stefnumótum lágra hæðarflata og mikillar þykktar í júlí. Hlýnun færir jafnþykktarlínur að meðaltali til norðurs - þannig að 5580 metra línan ætti að sjást oftar og lengur við Ísland en nú er. En hvernig fer með kuldapolla norðurslóða? Því virðist enginn geta svarað enn sem komið er.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.11.): 84
- Sl. sólarhring: 210
- Sl. viku: 1510
- Frá upphafi: 2407515
Annað
- Innlit í dag: 67
- Innlit sl. viku: 1340
- Gestir í dag: 65
- IP-tölur í dag: 65
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.