Dauft

Veður er heldur grámyglulegt á landinu þessa dagana. Það gæti að vísu verið kaldara - en það er langt í frá hlýtt - og varla nokkur von um hlýindi sem talandi er um á næstunni.

w-blogg190624a

Norðurhvelskortið hér að ofan sýnir ástæðurnar. Það gildir reyndar ekki fyrr en síðdegis föstudaginn 21. Jafnhæðarlínur 500 hPa-flatarins eru heildregnar, litir sýna þykktina. Hún mælir hita í neðri hluta veðrahvolfs, því meiri sem hún er því hlýrra er loftið. Ísland er í daufasta græna litnum - sem er reyndar í meðallagi árstímans. Við viljum þó frekar vera inni í gulu og brúnu litunum. 

Við Suður-Grænland er mjög stór háloftalægð - flatur kuldapollur. Hann hreyfist í átt til okkar og fátt virðist geta hreyft við honum. Flestar spár eru sammála - eina verulega ósamkomulagið er um það hversu djúpar sjávarmálslægðirnar sem honum fylgja verða. Þær ráða veðri hér um helgina - stórar, flatar og hægfara, fullar af svölu lofti. Sólin er þó upp á sitt besta fái hún eitthvað að sýna sig. Rétt að tala sem minnst um hitann - hann verður þó líklega einna hæstur norðaustan- og austanlands - en nær lengst af ekki tíu stigum hér syðra - nema svona upp úr hádeginu. 

Við verðum víst að gefa þessu veðurlagi einhvern tíma - (það gæti verið verra). 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Veðurfræðingur sem kynnti spána í kvöld hafði tyllt sólinni nyrst á Vestfjörðum,það gladdi mig.

Helga Kristjánsdóttir, 20.6.2024 kl. 23:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • w-blogg211124a
  • w-blogg181124a
  • w-blogg151124c
  • w-blogg151124b
  • w-blogg151124a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 99
  • Sl. sólarhring: 317
  • Sl. viku: 1894
  • Frá upphafi: 2412914

Annað

  • Innlit í dag: 88
  • Innlit sl. viku: 1688
  • Gestir í dag: 87
  • IP-tölur í dag: 85

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband