Ritstjórinn verður stundum hissa

Stundum verður ritstjóri hungurdiska ósköp hissa á spám. Í dag er það ákveðið smáatriði í úrkomuspám háupplausnarlíkana yfir Íslandi. 

w-blogg120624a

Hér að ofan eru tvær klippur úr Íslandskortum tveggja líkana - fleiri líkön sýna það sama. Reiknað er frá kl.18 í dag miðvikudaginn 12.júní 2024 - og 21 stund áfram - til kl.15 á morgun fimmtudag. Á kortinu eru fáeinir blettir þar sem úrkoma er mjög mikil - að því er virðist án tengsla við eitt eða neitt (?). Spáð er suðaustanátt og ekki kemur á óvart að mikil úrkoma eigi að falla við Snæfellsjökul (eða á Reykjanesfjallgarðinn - við jaðar klippanna). Nær engin úrkoma á að falla í Borgarnesi - en aftur á móti tugir mm vestur á Mýrum, ekki langt frá urðunarsvæðinu í Fíflholtum - eins er annar ámóta blettur norðvestur af Snæfellsnesi - og sá þriðji reyndar austarlega á Suðurlandsundirlendinu. 

Í spám af þessu tagi má oft sjá ótrúlegar dembur sem dreifast óreglulega - en þær standa venjulega mjög stutt - eða færast úr stað. Hér á einfaldlega að rigna 3 til 7 mm á klukkustund jafnt og þétt - (hámarkið færist til um fáeina kílómetra á hverri klukkustund - en óreglulega nærri sama punktinum). 

Á öðrum kortum sést að töluverðar flotbylgjur (fjallabylgjur) eru yfir svæðinu - en hér er eitthvað meira á ferð. Til að sjá hvað er á ferðinni þarf nánari athugun - ritstjórinn fer auðvitað létt með að giska - en það gisk gæti verið alveg út í bláinn - þannig að hann þegir um það hér. 

Svo bíðum við eftir tölum úr sjálfvirka úrkomumælinum í Fíflholtum - skyldi eitthvað af þessu verða - eða er fyrirbrigðið aðeins til í líkanheimum? Þótt það ekki hitti á Fíflholt gæti það þó verið raunverulegt - við bíðum spennt. 

Rétt er að geta þess að ekkert þessu líkt sést í hinum grófari líkönum reiknimiðstöðvanna stóru - enda varla við því að búast upplausn þeirra er of lítil - og úrkomuframleiðsluferlar ekki alveg þeir sömu. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Líkt og sonur minn sem veit allt um knattspyrnu giskar samt ekki alltaf rétt.

Helga Kristjánsdóttir, 14.6.2024 kl. 09:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • w-blogg031124c
  • w-blogg031124b
  • w-blogg031124a
  • w-blogg311024a
  • w-blogg311024b

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.11.): 8
  • Sl. sólarhring: 385
  • Sl. viku: 1434
  • Frá upphafi: 2407439

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 1280
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband