Smávegis af apríl 2024

Við lítum nú á nýliðinn apríl - sem þótti kaldur - og var það miðað við það sem verið hefur síðustu þrjá áratugina. Taflan hér að neðan sýnir hvernig meðalhiti hans raðast - talan 24 er sett við kaldasta aprílmánuð aldarinnar. 

w-blogg040524a

Á Norðurlandi var þetta næstkaldasti aprílmánuður þessara 24 ára, en á Suðurlandi hafa sex aprílmánuðir verið kaldari frá aldamótum. Í töflu í yfirliti Veðurstofunnar kemur í ljós að mánuðurinn raðast nærri miðju á þeim stöðvum sem mælt hafa síðustu 140 ár - eða lengur. Sýnir þetta okkur vel hvað apríl hefur hlýnað - alla vega í bili. 

Þegar litið er á háloftameðaltöl sjást sérkenni nýliðins aprílmánaðar vel.

w-blogg040524b

Jafnhæðarlínur 500 hPa-flatarins eru heildregnar, en vik frá meðaltalinu 1981 til 2010 eru sýnd í litum, blátt þar sem flöturinn er lægri en meðaltalið. Hæðarhryggur var vestan við land og norðlægar áttir því mun algengari en venjulega í apríl, en hæð flatarins við Ísland þó nærri áðurnefndu meðallagi. Þegar vindur stendur af Grænlandi er oftast niðurstreymi austan við. Loftið í niðurstreyminu hlýnar og myndar lok yfir kaldara loft sem streymir til suðurs meðfram Grænlandi yfir Ísland. Í slíkum tilvikum er meðalhiti í neðri hluta veðrahvolfs heldur hærri en vænta mætti - miðað við hita í neðstu lögum. Loftið er stöðugra heldur en að meðallagi.

w-blogg040524c

Heildregnu línurnar á síðara kortinu eru þær sömu og á því fyrra, en jafnþykktarlínur eru daufar og strikaðar. Litir sýna hér þykktarvikin. Séu þau jákvæð (gulir og brúnir litir) hefur verið hlýrra í neðri hluta veðrahvolfs en að meðaltali. Mjög hlýtt var vestan Grænlnads. Á bláu svæðunum hefur hiti verið undir meðallagi - þykktin minni en venjulega. Ekki ber mikið á kulda á kortinu - talsvert minna heldur en vikin í töflunni að ofan gætu gefið til kynna. Ástæður þessa hafa þegar verið nefndar. Annars vegar er áðurnefnt misgengi milli norðvestanáttar uppi og norðan- og norðaustanáttar niðri, en hins vegar viðmiðunartímabilið - aprílmánuðir á því voru að jafnaði kaldari heldur en venjulegast hefur verið eftir aldamót. Við þurfum alltaf að vara okkur dálítið á viðmiðunartímabilum. Í huga ritstjórans var nýliðinn apríl nokkuð venjulegur hvað hita snerti - meðalmánuður, en í huga yngra fólks þess sem fór að fylgjast með veðri fyrir 10 til 25 árum var mánuðurinn tvímælalaust kaldur. Gæti leitt til alvarlegra deilna um spámannsins skegg - .

Við þökkum BP fyrir kortagerðina. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg050125a
  • w-blogg040125ia
  • w-blogg040125b
  • w-blogg040125a
  • w-blogg020125a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.1.): 39
  • Sl. sólarhring: 709
  • Sl. viku: 3788
  • Frá upphafi: 2428619

Annað

  • Innlit í dag: 31
  • Innlit sl. viku: 3380
  • Gestir í dag: 30
  • IP-tölur í dag: 29

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband