Hiti norđanátta í apríl

Ţegar auđsveipur gagnagrunnur er viđ höndina er međ mjög lítilli fyrirhöfn ađ framleiđa allskonar vafasamt sull sem virkar samt trúlega. Ţađ sem hér fer á eftir er ţannig. Enginn ćtti ađ taka ţví sem sannleika - miskunnarlaust er sparslađ í götin međ ódýru efni og síđan lakkađ yfir. 

Til framleiđslunnar notar ritstjórinn ţrjár heimagerđar töflur - ţćr eru í sjálfu sér ekki sem verstar - nokkuđ gott fóđur einar og sér. Ţađ er blandan sem verđur til viđ samsetninginn sem er varasöm. 

Töflurnar eru: (i) Hiti klukkan 9 ađ morgni í Stykkishólmi frá 1871 til 2023. (ii) Vindátt á svćđinu kringum Ísland (skipt á 8 áttir) eins og bandaríska endurgreiningin c20v2 (1871 til 1939) og era5 endurgreining evrópureiknimiđstöđvarinnar (1940 til 2023) segja frá. Svćđiđ er „ferhyrningur“ milli 60°N og 70°N og 10°V og 30°V. (iii) reiknuđ međalvigurvindátt á landinu 1949 til 2023 (allar skeytastöđvar Veđurstofunnar). 

Viđ veljum ţá daga aprílmánađar ţegar vindáttatöflurnar segja áttina hafa veriđ norđvestur, norđur eđa norđaustur og reiknum síđan međalmorgunhita í Stykkishólmi fyrir ţá daga í hverjum aprílmánuđi fyrir sig. Talnaglöggir munu nú strax átta sig á ţví ađ tíđni norđanáttardaga er afskaplega misjöfn í apríl, allt frá einum eđa hugsanlega engum - upp í alla daga mánađarins. Vćgi einstakra daga verđur ţannig mjög misjafnt. Síđan eru vindáttatöflunar tvćr ekki endilega sammála um ţađ hvađa daga norđanátt er ríkjandi - svćđin eru til dćmis misstór. 

Ţađ fyrsta sem viđ lítum á er einmitt ţessi talning - samanburđur á töflunum tveimur.

w-blogg160424a

Apríldagafjölda endurgreininganna má sjá á lárétta ásnum, en vigurvindgreiningu stöđvanna á ţeim lóđrétta. Árin eru 1949 til 2023. Viđ megum taka eftir ţví ađ endurgreiningarnar eru íviđ linari viđ ađ lýsa ţví yfir ađ norđanátt hafi veriđ ríkjandi. Norđanáttadagafjöldi er lćgri í ţeirri töflu heldur en hinni. En samt sjáum viđ ađ í öllum ađalatriđum er samrćmiđ samt harla gott. Ţađ er 1953 sem leiđir fjölda norđanáttadaga í apríl á stöđvunum - frćgur kuldamánuđur (kaldasti mánuđur ársins 1953 reyndar - eini aprílmánuđur sem náđ hefur í ţann titil), 22 dagar međ norđanáttum. Endurgreiningin segir dagana hafa veriđ 18 - og nefnir fleiri mánuđi međ ţann fjölda. 

Síđan lítum viđ á hitann. Viđ sleppum ţví ađ líta á einstök ár - dagafjöldinn er alltof misjafn til ţess - en veljum sjöárakeđju - međalhita norđanáttardaga sjö aprílmánađa í röđ - ţó ţannig ađ mánuđirnir eru jafnvćgir (ţetta vćri hćgt ađ laga). 

w-blogg160424b

Myndin sýnir niđurstöđuna. Endurgreiningarnar ná aftur til 1871 - ţannig ađ viđ getum reiknađ međaltöl aftur til ţess tíma. Blái ferillinn á hér viđ. Aftur á móti nćr stöđvataflan ekki nema aftur til 1949 og sýnir rauđi ferillinn ţćr niđurstöđur. Í öllum ađalatriđum liggja ferlarnir saman (enda oftast um sömu daga ađ rćđa). 

Nokkrar sveiflur eru fram til 1920, en síđan hlýnar aprílnorđanáttin um meir en 4 stig. Sú dýrđ stóđ ţó ekki lengi, fljótlega kólnađi hún aftur og var um 1950 orđin ámóta lág og međaltal fyrri tíma. Eftir kuldana um 1950 hlýnađi aftur - en ekki lengi og hafísárin tóku viđ. Síđan hefur hlýnađ - sérstaklega eftir 1990 og síđustu árin hefur aprílnorđanáttahitinn veriđ um 3 stigum ofan viđ ţađ sem var á unglingsárum ritstjórans. 

En segir ţetta eitthvađ eitt og sér? Best er ađ fullyrđa sem minnst um ţađ. Nánari athugunar vćri ţörf - ef eitthvađ ćtti ađ segja. Ritstjórinn heldur ađ sér höndum en minnir ţó á ađ hann hefur á ţessum vettvangi gert ámóta greiningu fyrir vetur og sumar - og fyrir landiđ í heild. 

Hér og nú er ţetta einkum ćtlađ sem skemmtiatriđi í ţeim kalda apríl sem nú gengur yfir (og viđ vitum ekki hvar lendir - eđa hvort norđanáttirnar eru ađ sýna einhvern annan svip heldur en ađ undanförnu). Ţađ tekur enga stund ađ spyrja gagnagrunninn spurninga af ţessu tagi - séu ţćr rétt orđađar svarar hann umsvifalaust. Ţađ tók hins vegar verulegan tíma og fyrirhöfn ađ búa grunntöflurnar til (ekki margir sem nenna ađ standa í slíkri galeiđuvinnu). 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Jan. 2025
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg020125a
  • w-blogg020125a
  • w-blogg010125i
  • w-blogg010125
  • w-blogg271224a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.1.): 65
  • Sl. sólarhring: 1071
  • Sl. viku: 2736
  • Frá upphafi: 2426593

Annađ

  • Innlit í dag: 62
  • Innlit sl. viku: 2439
  • Gestir í dag: 60
  • IP-tölur í dag: 60

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband