Febrúarkorn

Febrúar var sem kunnugt er í kaldara lagi á landinu - alla vega miðað við það sem tíðast hefur verið á síðari árum. Ísland var reyndar eitt fárra landa í heiminum þar sem hiti var undir meðallagi (gott ef svipað var ekki í Mongólíu - en ekki mikið víðar).

w-blogg120324a

Kortið sýnir meðalhæð 500 hPa-flatarins við norðanvert Atlantshaf í febrúar (heildregnar línur), meðalþykkt (daufar strikalínur) og þykktarvik (litir). Þykktin mælir hita í neðri hluta veðrahvolfs og bláu svæðin segja okkur hvar þykktin (og þar með hitinn) var neðan meðallags (1981-2010) í mánuðinum. Þetta er smábleðill í kringum Ísland - annars er hiti víðast ofan meðallags, meir en 80 metra þar sem mest er (u.þ.b. +4 stig). 

Ástæða „kuldans“ er sú að norðanáttir voru heldur tíðari í mánuðinum heldur en vant er og loft af norrænum uppruna ívið tíðara við landið en venjulega í febrúar. 

Á þessum síðustu (og verstu) tímum er allt í einu farið að tala illa um hita og hlýindi og það svo að maður getur rétt eins búist við að heyra þá athugasemd almannaróms að máttarvöld hafi í þessum mánuði haldið sérstakri verndarhendi sinni yfir landinu og nágrenni þess - og forðað því frá illu. 

Við þökkum BP að vanda fyrir kortagerðina. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • w-blogg250825ib
  • w-blogg250825ia
  • sjor-og-loft bjarni-saem 1919-skyringarmynd-18
  • sjor-og-loft bjarni-saem 1919
  • w-blogg240825a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.8.): 60
  • Sl. sólarhring: 175
  • Sl. viku: 2051
  • Frá upphafi: 2494155

Annað

  • Innlit í dag: 55
  • Innlit sl. viku: 1831
  • Gestir í dag: 53
  • IP-tölur í dag: 50

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband