Fyrstu haustlćgđirnar?

Svo virđist sem meginstraumar í háloftunum undurbúi nú syrpu lćgđardraga úr norđvestri. Á yngri árum fannst ritstjóra hungurdiska ţađ skemmtilegt veđurlag, jafnvel líka fyrstu árin sem hann fékkst viđ spár. Ástćđur kannski ţćr helstar ađ lćgđardrög sem koma yfir Grćnland voru mjög erfiđ viđfangs - aldrei ađ vita hvađ ţau gerđu. Á síđari árum lifir einhver virđing gagnvart ţessum villidýrum veđurlagsins í huga ritstjórans - en honum finnst ţau sant best í minningunni. Ţađ verđur ţó ađ horfast í augu viđ hin mögulegu leiđindi.

Í dag (föstudaginn 6.október) er mikil sunnanátt ríkjandi vestan Grćnlands og ţar rignir (og snjóar). Kuldaskil nálgast ţar úr vestri og ţeim fylgir mikil úrkoma. 

w-blogg061023c

Viđ sjáum hér klippur úr Grćnlandsspá igb-líkansins sem reynir ađ reikna uppsafnađa úrkomu frá ţví á hádegi í dag fram á mánudagsmorgun á Grćnlandi. Ţar sjást tölur hćrri en 200 mm, bćđi á svćđi ekki fjarri Nuuk - kannski er ţađ ekki svo óskaplega óvenjulegt, en líka viđ norđvestur-Grćnland - hlýtur ađ vera harla óvenjulegt ţar um slóđir. Veldur umtalsverđri skriđu- og snjóflóđahćttu - nema hvađ ađ ţarna er varla neitt sem getur skaddast (er ţá einhver hćtta?).

Lćgđin sem ţessu veldur grynnist og fer norđur undir norđurskaut. Hún er hins vegar hluti af háloftakerfi sem heldur áfram til austurs - yfir jökulinn - eins og ekkert sé.

w-blogg061023a

Kortiđ sýnir stöđuna um hádegi á mánudag 9.október. Jafnhćđarlínur eru heildregnar, ţykkt sýnd međ lit. Ţykktin mćlir hita í neđri hluta veđrahvolfs. Lćgđardragiđ er viđ austurströnd Grćnlands á hrađri austurleiđ. Lćgđ myndast á Grćnlandshafi, dýpkar talsvert og fer austur um Ísland á ađfaranótt ţriđjudags - kannski međ haugarigningu um landiđ vestanvert. Eins og spár eru nú mun hún valda snörpu norđankasti á ţriđjudaginn. Viđ látum liggja milli hluta hversu hvasst verđur. Ţađ kólnar međ norđanáttinni - og snjóar til fjalla. 

Ţetta stendur ţó ekki lengi ţví nćsta lćgđardrag kemur strax á eftir.

w-blogg061023b

Um ţađ eru spár alls ekki sammála. hádegisruna reiknimiđstöđvarinnar gerir talvert meira úr heldur en sú nćsta á undan - og sker sig nokkuđ úr safnspánum 50 sem henni fylgja. Segir ađ norđanveđriđ - á fimmtudag og föstudag, verđi bćđi hvasst og mjög kalt. Viđ getum ekkert gert nema fylgjast vel međ ţróuninni. En kannski eru ţetta fyrstu alvöruhaustlćgđirnar tvćr sem hér eru á ferđ - og ţađ styttist víđa í snjóinn. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Des. 2024
S M Ţ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • w-blogg211224b
  • w-blogg211224
  • w-blogg121224
  • w-blogg111224a
  • w-blogg101224b

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 20
  • Sl. sólarhring: 214
  • Sl. viku: 985
  • Frá upphafi: 2420869

Annađ

  • Innlit í dag: 15
  • Innlit sl. viku: 864
  • Gestir í dag: 15
  • IP-tölur í dag: 15

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband