6.9.2023 | 21:19
Hugtakið meðalár (fyrir 300 árum) - skilgreining (og hugleiðing)
Í umfjöllun um veðurfar er sífellt verið að vitna til meðaltala. Það er til þess að gera auðvelt sé vísað í mælingar - ekki alveg þó einhlítt því meðaltöl veðurþátta breytast í tíma. Séu mælingar ekki til stuðnings verður allt meira fljótandi. Sú er tilfinning ritstjóra hungurdiska að meðalár í huga þeirra sem talsvert yngri eru heldur en hann sjálfur sé eitthvað annað en það er í hans huga. En það er samt ekki alvarlegt vandamál vegna þess að hægt er að vísa í mælingar - og þar með átta sig á því hvers konar meðaltals er verið að vísa til.
En veðurmælingar hafa ekki verið gerðar hér á landi nema í rúm 200 ár - og fyrstu áratugi þeirra voru þær nokkuð takmarkaðar (en segja mikið samt). Fyrir þann tíma er því flest á floti. Orðið sjálft, meðalár, virðist ekki mikið notað fyrr en á 18. öld, oft er hins vegar talað um að árstíðir, vetur, sumar eða heil ár hafi verið í meðallagi. Sú spurning hlýtur að koma upp hvernig skilja beri þetta - miðað við þær hugmyndir sem við nú höfum um meðallag eða meðalár. Áratugasveiflur voru áreiðanlega jafn miklar fyrir tíma mælinga og þær hafa verið síðustu 200 ár. En það leiðir aftur til þess að mat einnar kynslóðar á meðalári kann að hafa verið annað heldur en þeirrar næstu á undan og eftir.
Eða hvað? Kemur hér að skattamálum og eignamati. Ritstjóri hungurdiska er vissulega afar fákunnandi um þau mál - bæði ný og gömul, en veit þó að menn voru fyrr á tíð (sem og nú) sífellt að kvarta undan háum gjöldum - veðurfar hefði verið svo og svo slæmt að þörf væri á alls konar aflætti og niðurfellingum. Yfirvöldum varð því nauðsynlegt að norma afkomu á einhvern hátt og reyna að skilgreina meðalár (kannski frekar meðalafkomuár) - á einhvers konar meðalbúi. Að meðaltali tengist afkoma í landbúnaði tíðarfari, þótt mjög kunni útaf að bregða í einstökum árum.
Slíka skilgreiningu er að finna í skjölum jarðabókar Árna Magnússonar og Páls Vídalín. Má lesa hana bæði í fréttablaðinu Íslending, 3. árg. 4. október 1862, bls. 77-78 og í 13. bindi jarðabókarinnar sem Hið íslenska fræðafélag í Kaupmannahöfn gaf út 1990. Það sem hér er vitnað til er á bls. 13-14 í ritinu, í blábyrjun á kafla sem ber yfirskriftina Plan til jarðabókarinnar Árna og Páls. Textum nýju útgáfunnar og Íslendings ber ekki alveg saman - báðar hringla í stafsetningu og eru ekki samhljóða um alla notkun á rómverskum og arabískum (serkneskum) tölum og töluorðum.
Minnst er á meðalár strax í upphafi kaflans sem hér er hafður eftir - en það er fullskilgreint í lokin. Nauðsynlegt er að umfjöllunin á undan sé með. Við förum frjálslega með stafsetningu (eins og aðrir) og setjum fáeinar skýringar í hornklofa [] - svigar eru hins vegar eins og í prentaða textanum:
Það skal vera XXc [tuttugu hundraða] jörð, sem ríflega ber XX kúgildi í meðalári. Sex af þeim kúgildum og tvo þriðjunga hins sjöunda skal hún fóðra með nægilegri gjöf frá Dionysíusmessu, þann 9. október, og til föstudagsins í fardögum [föstudagur í 7.viku sumars, mánaðamót maí/júní], svo þó, að útigangs njóti bæði naut og lömb um haust og vor, svo sem í meðalári.
En þessi 6 2/3 kúgildi skulu vera: V kýr, eitt ungneyti og XII lömb (Eitt ungneyti og V lömb skulu taka upp kýrfóður, en VII af lömbunum kalla ég 2/3 eins kúgildis]. Þrettán og einn þriðjung hins fjórtánda kúgildis skal hún fóðra svo, að hestum, sem hér skulu vera V, skal ætla mánaðarfóður; en ásauð, sem vera skulu L ær, skal ætla sex vikna fóður, frá miðgóu [snemma í mars] til sumars [sumardagsins fyrsta]. (Þá er ásauður þyngstur á fóðri).
En þá er V hestum ætlað mánaðarfóður, er fyrir þá eru lagðir XX málbandshestar af sumarheyi fóðurgæfu. En þá er fimmtíu ásauðar ætlað nóg fóður frá miðgóu til sumars, er hverjar X ær hafa sex málbandshesta af sumarheyi fóðurgæfu, það er til samans 30 málbandshestar, en 45 af almennu sumarbandi; skal þá að haustnóttum ætla 9 hesta fóðurgæfs útheys hverjum 10 ám til vetrarbjargar.
Ekki er meðalár, ef meira þarf að gefa en nú er sagt, því að þótt ásauður standi á garða nótt og dag frá miðgóu til sumars, þá er honum nóg áðursagt fóður.
Það er kallað meðalár er svo viðrar á hausti, að geldar kýr ganga á haga til allraheilagramessu [1.nóvember], og svo geldnaut öll, en hafa þó gjöf þar með í annað mál; en svo á vori, að sauðgróður sé kominn á Hallvarðsmessu [15. maí] og geldnaut gangi á haga þaðan í frá með gjöf í annað mál. Nautgróður sé kominn í fardögum og megi þá mjólkurkýr úti liggja, en sauðfé allt með sumri [sumardeginum fyrsta]. Ei er meðalært ella.
Erfitt virðist að fá á hreint hvenær haustnætur eru - þetta hugtak kemur þó fyrir í lagatextum þar sem fjallað er um greiðslutímabil. Rétt að giska ekki á það hér.
Nú er stóra spurningin sú hvort við getum varpað þessari skilgreiningu yfir í okkar skilning á meðalári. Vegna breyttra búhátta og afkomukrafa er það ekki alveg auðvelt. Við gerum sennilega meiri kröfur um að geldar kýr haldi holdum heldur en átjándualdarmenn og nú er fé aldrei haldið til beitar stóran hluta vetrar - eins og gert var ráð fyrir. Fóðurmeistarar verða hins vegar að upplýsa hvernig sauðfé og nautpeningur nútímans héldist við á því fóðri sem vísað er til.
En þrátt fyrir þessar búháttabreytingar sýnist ritstjóra hungurdiska að meðalár í upphafi 18. aldar hafi alls ekki verið svo slæmt, kannski ekkert verra heldur en það gamla meðaltal sem er inngróið í kynslóð ritstjórans - en síðra heldur en kröfuharður ungdómurinn vill telja meðallag.
Umhugsunarvert.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.1.): 914
- Sl. sólarhring: 1116
- Sl. viku: 3304
- Frá upphafi: 2426336
Annað
- Innlit í dag: 814
- Innlit sl. viku: 2970
- Gestir í dag: 796
- IP-tölur í dag: 732
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.