Smávegis af ágúst 2023

Viđ hugum örlítiđ ađ nýliđnum ágúst međan viđ bíđum eftir tölum Veđurstofunnar. Fyrst eru ţađ háloftin.

w-blogg020923a

Heildregnar línur sýna međalhćđ 500 hPa-flatarins, jafnţykktarlínur eru daufar og strikađar, en ţykktarvik eru sýnd í lit. Ţykktin mćlir hita í neđri hluta veđrahvolfs og ţykktarvikin eru ţví hitavik (hér miđađ viđ 1981-2010). Ţađ er varla bláan blett ađ sjá á kortinu öllu. Hlýindi ríkjandi á nćr öllu svćđinu. Áttleysa ríkir í miđju veđrahvolfi - engin jafnhćđarlína sker landiđ. Ţađ er erfitt ađ finna ámóta mánuđi, helst ţó ágúst 2012. 

w-blogg020923b

Sjávarhitavikakortiđ sýnir einnig almenn hlýindi á öllu Norđur-Atlantshafi. Sjávarhiti er ţó undir međallagi á nokkru svćđi fyrir austan og norđaustan land og sömuleiđis vottar fyrir neikvćđum vikum suđvestur af Bretlandseyjum. Ţađ verđur forvitnilegt ađ fylgjast međ ţessum vikum nćstu mánuđi - ţau segja ekkert um ţađ hversu djúpt hlýindin ná. Ţegar öflugir haustvindar fara ađ blása um svćđiđ blandast yfirborđssjórinn ţví sem nćst er undir og mun ţá sjást hvers eđlis er. Ritstjóri hungurdiska veit ekki heldur hvort kaldi bletturinn litli fyrir austan landiđ er ferskur og léttur eđa saltur sjór. Sé hann til ţess ađ gera saltur mun hann vćntanlega standast ásókn vetrarvinda, en sé hann fremur ferskur (og lagiđ ţunnt) gćti hann minnkađ ađ umfangi ţegar fram á kemur - en um ţađ vitum viđ lítiđ nú (ađrir kunna ađ vita ţađ).

w-blogg020923c

Taflan sýnir hvernig hita hefur veriđ háttađ á spásvćđum landsins í ágúst. Rađađ er í sćti, 1 til 23. Langkaldast ađ tiltölu var á Austfjörđum (reyndar nćrri kalda sjávarblettinum). Ađeins munar einu sćti ađ mánuđurinn lendi ţar í kaldasta ţriđjungi í röđun. Hiti var ţar líka lítillega neđan međallags síđustu tíu ára. Jákvćđu vikin eru mest viđ Faxaflóđa og á Miđhálendinu og á Vestfjörđum, Suđurlandi og Suđausturlandi var ţetta fjórđihlýjasti ágústmánuđur aldarinnar - og ţar međ allra tíma ţví ţessi öld hefur hingađ til einkennst af mun meiri tíđni hlýrra ágústmánađa heldur en áđur var - hvađ sem veldur. 

Viđ ţökkum BP fyrir kortagerđ. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Jan. 2025
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg200125c
  • w-blogg200125g
  • w-blogg200125f
  • w-blogg200125e
  • w-blogg200125d

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 56
  • Sl. sólarhring: 111
  • Sl. viku: 2503
  • Frá upphafi: 2434613

Annađ

  • Innlit í dag: 50
  • Innlit sl. viku: 2224
  • Gestir í dag: 50
  • IP-tölur í dag: 44

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband