Alþjóðasumarið 2023

Við lítum hér líka á meðalhita í byggðum landsins mánuðina júní til ágúst 2023, það er sumartímabil Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar. Veðurstofan telur september hins vegar með sumrinu. Meðalhiti er 10,1 stig. Það er 0,3 stigum yfir meðallagi síðustu tíu ára og 0,4 stigum ofan meðallags 1991 til 2020.

w-blogg310823a

Á línuritinu má sjá meðalhita aftur til 1823, en við tökum lítið mark á fyrstu 50 árunum. Þó er ábyggilega rétt að heldur hlýrra var fyrir 1860 heldur en næstu áratugi þar á eftir. Súlurnar á myndinni sýna hita einstakra alþjóðasumra, en breiðari línur eru 10-ára keðjumeðaltöl. Eftir sumarkuldana á síðari hluta 19. aldar hlýnaði talsvert um 1890 og svo aftur og meira um og eftir 1925. Sumarhlýindi náðu hámarki á fjórða áratugnum en síðan fór kólnandi, sérstaklega kalt var fram yfir 1985, en þá fór að hlýna. Fyrst hægt en síðan meira. Hámarki náðu hlýindin nýju fyrir um 15 árum.

Sumarið nú sker sig ekki sérstaklega úr, það er þó greinilega í hópi hlýrra sumra, ekkert sumar á öllu tímabilinu frá 1954 til 2002 var jafnhlýtt eða hlýrra í byggðum landsins, í nærri því hálfa öld. Við sjáum því ekkert lát á sumarhlýindum - þó ekkert hafi bætt í þau undanfarin 20 ár - þrepið upp úr aldamótum var mjög afgerandi. Þótt slatti af hlýjum sumrum hafi gengið yfir á hlýindaskeiðinu 1933 til 1953 voru köld sumur þá miklu algengari heldur en við höfum séð á þessari öld. Aðeins eitt sumar (2015) má segja að falli í þann flokk.

En september er eftir af hinu formlega veðurstofusumri og sá mánuður hefur alls ekki alltaf verið í takti við hina.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg200125c
  • w-blogg200125g
  • w-blogg200125f
  • w-blogg200125e
  • w-blogg200125d

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 29
  • Sl. sólarhring: 131
  • Sl. viku: 2476
  • Frá upphafi: 2434586

Annað

  • Innlit í dag: 26
  • Innlit sl. viku: 2200
  • Gestir í dag: 26
  • IP-tölur í dag: 25

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband