25.8.2023 | 20:42
Hlýr dagur
Hámarkshiti dagsins á landinu í dag (föstudag 25.ágúst) var 26,4 stig og mældist á Torfum í Eyjafirði. Þetta er landsdægurmet - það eldra var 24,2 stig, sett á Vopnafirði 1991. Fyrir tveimur árum varð þó enn hlýrra á landinu þegar hiti fór í 29,4 stig á Hallormsstað þann 23 [hæsti hiti á landinu í ágúst]. Hugsanlega hafa ágústmet fallið á einhverjum veðurstöðvum - en það kemur í ljós í lok dags.
Við vitum ekki um mörg tilvik með meir en 26 stigum síðar í ágúst eða í september. Þó mældist hiti 27,0 stig á Seyðisfirði bæði 27. og 28. ágúst 1976 og 27,7 stig á Akureyri þann 28. Og árið 2017 fór hiti í 26,4 stig á Egilsstaðaflugvelli þann 1. september - það hæsta sem mælst hefur í september. Hiti mældist 26,0 stig á Dalatanga 12. september 1949.
Eins og við er að búast er óvenjuhlýtt loft yfir landinu. Það fer hins vegar hratt hjá og ekki gott að segja hvort hinar strjálu háloftaathuganir yfir Keflavíkurflugvelli ná að mæla hámörkin. Athugunin í kvöld (25.) er þó spennandi. Um hádegi var að tiltölu einna hlýjast í 400 hPa - næst ágústmeti, en hiti í bæði 300 hPa og 500 hPa var þá ekki kominn í flokk tíu hæstu - hvað sem svo gerist í kvöld.
Viðbót - eftir miðnætti: Svo fór að hitamet ágústmánaðar í 400 hPa /7,5 km hæð) var jafnað í háloftaathugun yfir Keflavík, en í 700, 500 og 300 hPa náði mælingin nú að jafna nokkrar aðrar sem eru í 8. hlýjasta sæti.
Fáein ágústmet voru sett á sjálfvirkum veðurstöðvum, en aðeins tveimur sem athugað hafa nægilega lengi til að geta upplifað hitana miklu í ágúst 2004. Þetta var í Jökulheimum. Hiti fór í 20,2 stig í dag. Eldra ágústmet var 19,6 stig sett 25. ágúst 2003. Hin stöðin er Ögur við Ísafjarðardjúp. Þar fór hiti í dag í 20,3 stig. Eldra ágústmet í Ögri var 18,9 stig, sett 13. ágúst 2004. Hámarkshitinn var víða sá hæsti á árinu, t.d. á Ísafirði (22,2 stig), Sauðárkróksflugvelli (24,5 stig) og á báðum stöðvunum á Akureyri.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt 26.8.2023 kl. 02:07 | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 20
- Sl. sólarhring: 214
- Sl. viku: 985
- Frá upphafi: 2420869
Annað
- Innlit í dag: 15
- Innlit sl. viku: 864
- Gestir í dag: 15
- IP-tölur í dag: 15
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.