21.8.2023 | 14:05
Fyrstu 20 dagar ágústmánaðar - tuttugu stig í Reykjavík
Meðalhiti fyrstu 20 daga ágústmánaðar er +12,5 stig í Reykjavík. Það er +1,2 stigum ofan meðallags sömu daga árin 1991 til 2020 og +1,5 stigum ofan meðallags síðustu tíu ára. Hitinn raðast í sjöttahlýjasta sæti aldarinnar (af 23). Hlýjastir voru þessir dagar árið 2004, meðalhiti 13,5 stig, en kaldastir voru þeir í fyrra, 2022, meðalhiti þá 10,0 stig. Á langa listanum er hiti nú í 8. hlýjasta sæti (af 151), hlýjast var 2004, en kaldast 1912, meðalhiti þá 7,6 stig.
Á Akureyri er meðalhiti fyrstu 20 daga ágústmánaðar 11,7 stig. Það er +0,5 stigum ofan meðallags 1991 til 2020 og +1,0 stigum ofan meðallags síðustu tíu ára.
Hita er enn misskipt milli landshluta. Hlýjast að tiltölu hefur verið á Suðurlandi. Þar er hitinn í fimmtahlýjasta sæti aldarinnar og því sjöttahlýjasta við Faxaflóa og á Vestfjörðum. Aftur á móti er hann í 17.hlýjasta sæti á Austfjörðum og hiti undir meðallagi.
Miðað við síðustu 10 ár hefur að tiltölu verið hlýjast á Þverfjalli, hiti þar +2,2 stig ofan meðallags og +2,1 stig ofan þess á Skálafelli. Kaldast að tiltölu hefur verið á Fonti á Langanesi. Þar er hiti -0,8 stig neðan meðallags, og -0,7 stig neðan þess á Vattarnesi.
Úrkoma hefur víða verið lítil. Hún hefur þó mælst 26,5 mm í Reykjavik - og er það um 75 prósent meðalúrkomu. Á Akureyri hafa aðeins mælst 0,6 mm (en sömu daga 2012 aðeins 0,1 mm).
Sólskinsstundir hafa mælst 129,3 í Reykjavík, um 15 stundum umfram meðallag. Á Akureyri hafa sólskinsstundirnar mælst 117,8, rúmlega 20 umfram meðallag.
Enn lifir þriðjungur mánaðarins.
Hitinn í Reykjavík marði loks 20 stig í gær (sunnudag 20.ágúst) - í fyrsta sinn á þessu sumri - og í fyrsta sinn í tvö ár. Hámarkið á Veðurstofutúni var 20,6 stig. [Rétt að rifja upp að einu sinni liðu 16 ár án þess að hiti næði 20 stigum í Reykjavík]. Líkur á 20 stiga hita eru almennt litlar í Reykjavík og minnka ört eftir miðjan ágúst. Þó komst hiti í 20 stig 25. ágúst 2015 - þá í fyrsta skipti á sumrinu (og það eina). Aðeins er vitað um eitt ár með 20 stiga hita í Reykjavík síðar á sumrinu. Það var 1939, þá fór hiti í 20 stig bæði 31. ágúst og 3. september. Árið 1837 fór hiti í 20 stig þann 20. ágúst - eins og nú og líka þann 24. og þ.20., 21. og 22. og 23. árið 1829. Þessar eldri mælingar eru þó ekki alveg samanburðarhæfar við nútímann vegna þess að mælarnir voru nær jörðu - og ekki í skýli. Við notum þær því ekki í metingi - en gott að vita af þeim samt.
Á undanförnum árum hefur mælingum fjölgað mjög á höfuðborgarsvæðinu. Í gær (20.ágúst) fór hiti í 20 stig á flestum stöðvunum, hæst 22,3 stig í Urriðaholti. Þær stöðvar sem ekki náðu 20 stigum voru þessar: Hljómskálagarður (19,3 stig), Seltjarnarnes (15,8 stig), Reykjavíkurflugvöllur (19,9 stig), Hólmsheiði (19,6 stig), Arnarnesvegur (19,6 stig). Mæling barst ekki frá kvikasilfursmæli í skýli (kemur e.t.v. síðar).
Síðustu 103 ár hefur hiti mælst 20 stig eða meira 80 sinnum í Reykjavík (tími samfelldra hámarkshitamælinga). Af þessum árum hefur hiti ekki komist í 20 stig 67 ár. Fimmtán ár í röð (1961-1975) voru tuttugustigalaus (16 ár milli tuttugustiga). Sumarið 1939 komst hiti 7 daga í 20 stig, 6 daga 2004 og 7 daga 2008. Á þessari öld hefur hiti 39 sinnum komist í 20 stig í Reykjavík, á 17 árum. Öldin á því nærri því helming tilvika - og nær helming ára, þrátt fyrir að vera aðeins fjórðungur heildarárafjöldans. Freistandi er því að segja að tuttugustigadögum hafi fjölgað - en um framtíðina vitum við ekki.
Á 103 árum hefur hiti einu sinni farið í 20 stig í maí og september, 10 sinnum í júní, 51 sinni í júlí og 16 sinnum í ágúst. Líkur á 20 stiga hita eru því langmestar í júlí.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 17:13 | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.3.): 6
- Sl. sólarhring: 106
- Sl. viku: 1340
- Frá upphafi: 2455666
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 1200
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.