16.8.2023 | 14:58
Fyrri hluti ágústmánaðar
Meðalhiti fyrri hluta ágústmánaðar í Reykjavík er 12,3 stig. Það er +0,8 stigum ofan meðallags sömu daga 1991 til 2020 og +1,2 stigum ofan meðallags síðustu tíu ára. Hitinn raðast í 6. hlýjasta sæti aldarinnar (23 ár). Hlýjastir voru þessir dagar 2004, meðalhiti þá 14,0 stig, en kaldastir voru þeir í fyrra, 2022, meðalhiti 10,0 stig. Á langa listanum raðast hitinn í 16. hlýjasta sæti (af 151). Hlýjast var 2004, en kaldast 1912, meðalhiti þá aðeins 7,4 stig.
Á Akureyri er meðalhiti nú 11,1 stig, -0,3 stigum neðan meðallags 1991 til 2020, en +0,2 stigum ofan meðallags síðustu tíu ára.
Hita á landinu er enn misskipt. Langkaldast, að tiltölu, hefur verið á Austfjörðum. Þar er þetta þriðjakaldasta ágústbyrjun aldarinnar. Við Faxaflóa og á Suðurlandi er hún hins vegar sú sjöttahlýjasta.
Miðað við síðustu tíu ár hefur verið hlýjast á Þverfjalli, hiti +2,4 stigum ofan meðallags, en kaldast hefur verið á Fonti á Langanesi, hiti þar -1,4 stigum neðan meðallags síðustu tíu ára, meðalhiti 7,0 stig.
Úrkoma í Reykjavík hefur mælst 22,2 mm og er það um 20 prósent minna en í meðalári. Á Akureyri hefur úrkoman mælst aðeins 0,5 mm, 0,2 mm í Stykkishólmi, 1,2 á Dalatanga og 0,1 á Höfn í Hornafirði. Allt óvenjulágar tölur. Á Akureyri mældist engin úrkoma fyrstu 15 daga ágústmánaðar árið 2012 og árið 1951 var staðan svipuð og nú, aðeins höfðu mælst 0,7 mm í miðjum mánuði. Í Stykkishólmi mældist engin úrkoma fyrri hluta ágúst 1952 og 1888 mældust aðeins 0,2 mm, eins og nú. Í fáeinum tilvikum til viðbótar hefur úrkoma á sama tíma mælst 1 mm eða minni. Á Dalatanga mældust aðeins 0,3 mm fyrri hluta ágúst 1968 og 0,8 mm 1957. Árið 1976 var úrkoma þar fyrri hluta ágúst sú sama og nú, 1,2 mm. Á Höfn í Hornafirði mældistu úrkoma fyrri hluta ágúst 2019 aðeins 0,1 mm, rétt eins og nú og 0,4 mm sömu daga 1967.
Ljóst er að undanfarnar 6 vikur hafa verið sérlega þurrar víða á landinu. Umskiptin miklu milli júní og júlí þýða þó að heildarúrkomutölur sumarsins eru viðast hvar enn varla farnar að teljast með því óvenjulegasta. Höfum þó í huga að snjór var óvenjulítill síðastliðinn vetur og fannir í fjöllum hafa verið fljótar að hverfa, stórfannir jafnvel orðnar rýrar. Því má búast við því að víða sé orðið þurrt í lækjum og jafnvel ám, en mjög þó misjafnt eftir því hversu rennslið er háð úrkomu lengri eða skemmri tíma - og leysingu vetrarsnævar.
Sólskinsstundir eru 105,5 í Reykjavík, 24,1 fleiri en í meðalári. Á Akureyri hafa mælst 100,2 sólskinsstundir, 30 fleiri en í meðalári.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 16:07 | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.1.): 1081
- Sl. sólarhring: 1108
- Sl. viku: 3471
- Frá upphafi: 2426503
Annað
- Innlit í dag: 967
- Innlit sl. viku: 3123
- Gestir í dag: 936
- IP-tölur í dag: 867
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.