Smávegis af mars

Meðan við hinkrum eftir mars- og vetrartölum Veðurstofunnar lítum við á tvö meðalkort úr ranni evrópureiknimiðstöðvarinnar (með aðstoð BP).

w-blogg020423a

Fyrra kortið sýnir meðalhæð 500 hPa-flatarins í mánuðinum (heildregnar línur), meðalþykktina (daufar strikalínur) og þykktarvikin (litir). Af jafnhæðarlínunum ráðum við ríkjandi vindátt í miðju veðrahvolfi. Hún var norðvestlæg. Þykktin mælir hita í neðri hluta veðrahvolfs, mikil köld þykktarvik teygja sig til Íslands, hluti af stóru köldu svæði. Aftur á móti var sérlega hlýtt í sunnanáttinni vestan Grænlands. Fregnir hafa borist af því að þetta sé langhlýjasti mars sem vitað er um á Ellesmereyju, en mælingar hófust þar fyrir rúmum 70 árum. Þetta er ekki mjög ósvipuð staða og var á svæðinu í mars 1962 og 1947, enda keppa þeir mánuðir við þann nýliðna í þurrki og sólskinsstundafjölda í Reykjavík. Mars 1979 hefur einnig sömu einkenni, en þá var þó kjarni kalda loftsins nær landinu en nú (neikvæð þykktar- og hæðarvik meiri). 

Þetta þráviðri olli úrkomuleysi um stóran hluta landsins.

w-blogg020423b

Úrkomudreifingin kemur vel fram á vikakorti evrópureiknimiðstöðvarinnar. Sjávarmálsþrýstingur er heildreginn, þar má sjá hæð yfir Grænlandi teygja sig til Íslands og norðaustanátt ríkjandi. Litirnir gefa úrkomuvik til kynna. Brúnu litirnir sýna hvar úrkoma hefur verið lítil. Það á við um meginhluta landsins. Á litlum bletti austanlands (snjóflóðasvæðinu) er úrkoma í líkaninu um þrefalt meðaltal áranna 1981 til 2010. Endanlegar tölur frá úrkomumælistöðvum eystra liggja ekki fyrir, en Dalatangi hefur líklega mælt um 150 prósent meðlúrkomu. 

Við bíðum svo spennt eftir hinum opinberu mars- og vetrartölum Veðurstofunnar. Þær ættu að verða tilbúnar á þriðjudag eða miðvikudag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • w-blogg300325a
  • w-2008-hitabylgja-rvk-linurit
  • Slide13
  • w-2008-hitabylgja-rvk-linurit
  • tx rvk 300708 arason i08m afrit

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.4.): 11
  • Sl. sólarhring: 115
  • Sl. viku: 1617
  • Frá upphafi: 2457366

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 1461
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband