16.3.2023 | 13:39
Fyrri hluti marsmánaðar
Fyrri hluti marsmánaðar hefur verið sérlega kaldur (þó vel hafi farið með veður). Meðalhiti fyrstu 15 dagana í Reykjavík er -3,2 stig, það langlægsta á öldinni (23. hlýjasta sæti). Rétt fyrir aldamót, 1998, voru sömu dagar þó öllu kaldari heldur en nú, meðalhiti þá -4,0 stig og 1979 var meðalhiti þeirra -5,0 stig í Reykjavík. Á langa listanum er hitinn nú í 136 hlýjasta sæti (af 150). Hlýjastir voru sömu dagar 1964, meðalhiti þá +6,6 stig, en kaldastir voru þeir 1891, meðalhiti -7,7 stig.
Á Akureyri er meðalhiti fyrri hluta marsmánaðar nú -4,7 stig, það kaldasta frá 1998 eins og í Reykjavík, þá var meðalhitinn -5,1 stig og -8,2 í mars árið 1979.
Það er alveg hreint borð á landinu. Þetta er kaldasti fyrri hluti mars á öllum spásvæðunum. Vikin, miðað við síðustu tíu ár, eru minnst vestast á landinu, -2,8 stig á Gufuskálum og -2,9 stig í Grundarfirði. Mest eru vikin á fjöllum og inn til landsins. Hæsta talan er -5,9 stig við Sátu norðan Hofsjökuls og -5,7 stig á Gagnheiði.
Úrkoma hefur verið sáralítil á Suður- og Vesturlandi. Í Reykjavík hefur hún aðeins mælst 1,5 mm. Við vitum um minni úrkomu aðeins þrisvar sömu daga, það var 1962 - þá hafði engrar úrkomu orðið vart í mánuðinum, árið 1937 var hún svo lítil að hún mældist ekki, og árið 1952 mældist hún 0,6 mm. Árið 2018 var hún svipuð og nú, 1,7 mm. Ekki þarf þó mikla úrkomu til að hún taki stökk upp eftir listanum, þurrir kaflar eru ekki mjög óalgengir á þessum tíma árs. Á Akureyri hefur úrkoman mælst 19,5 mm. Það er um 75 prósent af meðalúrkomu og hlutfallslega er svipaða sögu að segja af Austurlandi. Ekki þurrkur, en úrkoma vel undir meðallagi.
Sólskinsstundir eru óvenjumargar í Reykjavík, 105 til þessa. Sömu daga hafa aðeins tvisvar mælst fleiri sólskinsstundir. Það var 1962 og 1947. Það flækir röðina aðeins að sömu daga árið 2018 mældust stundirnar fleiri en nú - á þann mæli sem nú er notaður. Óverulega munar þó. Á Akureyri hafa sólskinsstundirnar mælst 39, tíu fleiri en í meðalári.
Loftþrýstingur hefur verið óvenjuhár, þó látið heldur undan síga síðustu daga í harðri samkeppni um toppsæti. Stendur nú í 1022,1 hPa í Reykjavík, því tíundahæsta sömu daga síðustu 202 árin.
Heldur linara frosti er spáð næstu daga, en síðan virðast spár hallast aftur að framhaldi á kuldanum. Eins og fram hefur komið hér að ofan fer hann hvað úr hverju að verða óvenjulegur.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 29
- Sl. sólarhring: 131
- Sl. viku: 2476
- Frá upphafi: 2434586
Annað
- Innlit í dag: 26
- Innlit sl. viku: 2200
- Gestir í dag: 26
- IP-tölur í dag: 25
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.