4.3.2023 | 00:41
Kólnandi veður
Svo virðist sem veður fari nú kólnandi - eftir mildan kafla. Það kemur nokkuð á óvart hversu átakalítið það á að gerast (í fyrstu). Einfaldlega skiptir úr hægri breytilegri átt í hæga norðlæga á innan við sólarhring og kólnar um 10 stig (og svo meira).
Kortið sýnir stöðuna í 925 hPa-fletinum (með augum evrópureiknimiðstöðvarinnar) kl.9 að morgni sunnudags 5. mars. Flöturinn er þá um það bil í 800 metra hæð (sjá merkingar við jafnhæðarlínurnar). Grunn lægð er á suðausturleið austur af landinu. Hún er svo grunn að hún er varla merkjanleg þegar hún fer austur með Norðurlandi á morgun (laugardag). Hún er samt eins konar ættingi stórbrotinna hretalægða. Svona getur þetta verið á stundum.
Hiti verður nærri frostmarki í Esjuhæð yfir Suðvesturlandi, en yfir Melrakkasléttu segir spáin -11 stiga frost - í framsókn. Við verðum að kalla þetta kuldaskil - og lítilsháttar úrkoma mun eiga að fylgja þeim - og vindur breytist eins og áður sagði.
Kannski er þetta nærri því það sem ameríkumenn kalla bakdyrakuldaskil - (þeir eiga nöfn yfir allt) - kuldaskil sem læðast að úr norðaustri (öfugri átt) - án teljandi óláta. Ritstjórinn er ekki sérlega hrifinn af hrárri þýðingunni - við hljótum að geta gert betur - og aðlagað hugmyndina að okkar aðstæðum.
En síðan á kuldi að haldast - líklega út vikuna að minnsta kosti. Ekki er samkomulag um hvers konar veður verður boðið upp á með honum - fer það mest eftir því hvort vindur nær að snúast til vestlægari áttar í háloftunum - gerist það er snjókoma næsta vís. Evrópureiknimiðstöðin er til þess að gera þurr - en bandaríska veðurstofan rakari - sérstaklega þegar á líður.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 31
- Sl. sólarhring: 128
- Sl. viku: 2478
- Frá upphafi: 2434588
Annað
- Innlit í dag: 28
- Innlit sl. viku: 2202
- Gestir í dag: 28
- IP-tölur í dag: 26
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.