Smávegis af janúar 2023

Janúar verður að teljast kaldur, kaldasti janúarmánuður aldarinnar á landsvísu. Síðast var kaldara í janúar 1995 (þegar snjóflóðið varð á Súðavík). Kuldinn var nokkuð misjafn eftir landshlutum (eins og betur kemur fram í yfirliti Veðurstofunnar).

w-blogg010223b

Taflan sýnir röðun meðalhita spásvæðanna meðal janúarmánaða á öldinni. Hann er sá kaldasti við Faxaflóa, Breiðafjörð, á Ströndum og Norðurlandi vestra og á Suðurlandi, en raðast næst meðalmánuði á Austurlandi að Glettingi þar sem hann er í 15. hlýjasta sæti. Þrátt fyrir þessar röðunartölur var kuldinn samt ekki nærri því eins afbrigðilegur og í desember. Janúarmánuðir 21. aldarinnar hafa hingað til flestir hverjir verið sérlega hlýir miðað við fyrri tíð. Vik landshitans frá meðallagi 80-ára tímabilsins 1931-2010 er þannig ekki nema -0,7 stig í janúar nú, en var -3,6 stig í desember - ólíku saman að jafna. 

w-blogg010223a

Kortið sýnir meðalhæð 500 hPa-flatarins (heildregnar línur), meðalþykkt (daufar strikalinur) og þykktarvik (litafletir) í janúar 2023 - eins og evrópureiknimiðstöðin greinir. Þykktin mælir hita í neðri hluta veðrahvolfs. Neikvæð vik (blátt) eru ríkjandi við Ísland, þó ekki mjög mikil, um -20 metrar yfir miðju landi, samsvarandi um -1°C (svipað og landshitavikið var í raun). Það hefur greinilega verið mjög kalt á Grænlandi, þar er hitavikið -3 til -4°C - svipað og hér var í desember. Nokkuð kalt virðist einnig hafa verið í Suður-Frakklandi og á austanverðum Pýreneaskaga. Annars eru hlýindi um mestallt svæðið, sérlega mikil á Svalbarða, en þar mun vera óvenjuleg hafísrýrð um þessar mundir. 

Ritstjórinn hefur enn ekki fengið tölulegt háloftauppgjör, en honum sýnist samt að háloftavindar séu í aðalatriðum nærri meðallagi árstímans - og engin sérstök tíðindi þar á ferð. Við þökkum Bolla P. fyrir kortagerðina. 

Við getum notað tækifærið og rifjað upp tveggja ára gamlan hungurdiskapistil. Janúar 2021 var fremur kaldur - á landsvísu aðeins lítillega hlýrri heldur en janúar nú. Í pistlinum birtist þessi mynd (og var útskýrð ítarlega þar). 

w-blogg010223c

Svarta lárétta línan sem liggur þvert yfir myndina sýnir hér meðalhita janúar 2023 (en sýndi á eldri mynd janúar 2021). Meðalhiti sem liggur lægra heldur en blái ferillinn telst á hverjum tíma kaldur (miðað við síðustu 50 ár) - liggi hann á milli bláa og rauða ferilsins telst hiti í meðallagi, en sé hann ofan rauða ferilsins telst janúarmánuður hafa verið hlýr. Fyrir aðeins 13 árum hefði nýliðinn janúar samkvæmt þessu talist í meðallagi hvað hita snertir - en er nú kaldur, fyrir 100 árum hefði hann líka verið í meðallagi, en ekki vantað mikið upp á að hann teldist hlýr. Og það er ekki fyrr en að hann lendir í samanburði við hlýindi þessarar aldar að hann fær að teljast kaldur. [En nýliðinn desember var aftur á móti neðan bláu desemberlínunnar á öllum tímum - enginn vafi þar]. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • w-blogg181124a
  • w-blogg151124c
  • w-blogg151124b
  • w-blogg151124a
  • w-blogg141124ii

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 48
  • Sl. sólarhring: 147
  • Sl. viku: 1969
  • Frá upphafi: 2412633

Annað

  • Innlit í dag: 48
  • Innlit sl. viku: 1722
  • Gestir í dag: 47
  • IP-tölur í dag: 46

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband