Óvenjulegt útlit himins

Þeir sem hafa augun „úti“ hafa efalítið tekið eftir óvenjulegum litbrigðum himinsins í heiðríkjunni þessa dagana - ástandið er nánast óeðlilegt. Mest ber á þessu við sólarupprás og sólarlag, en sést líka á öðrum tímum. Langlíklegasta ástæðan er sú að vatn úr eldgosinu mikla á Tonga-eyjum fyrir ári (15. janúar 2022) hefur loksins náð til heiðhvolfsins hér á norðurslóðum. Hugsanlega eru einhver gosefni önnur einnig á ferð. Sem kunnugt er var sprengingin sérlega öflug (heyrðist til Alaska) og þrýstibylgjan fór mörgum sinnum kringum jörðina. 

Sagt er að heiðhvolfið verði mörg ár að jafna sig - þar er að jafnaði mjög lítið af vatni, en það sem þangað berst er lengi að hverfa - enn lengur en aska. Gosið mikla sem varð í Pinatubofjalli á Filippseyjum í júní 1991 olli miklum breytingum á útliti himinsins hér á landi - strax í október það ár og var útlitsbreytingin greinanleg hátt á annað ár - en þá var mikið magn ösku líka á ferð, auk vatnsgufu. Samskipti suður- og norðurhvela jarðar ganga hægt fyrir sig - tæpa fjóra mánuði tók að koma efninu úr Pinatubo hingað norður, en það hefur tekið um ár fyrir efnið úr Tonga-gosinu. 

Við höfum meiri reynslu af ásýndarbreytingum himinsins eftir stór öskugos heldur en gos eins og á Tonga. Því er vel þess virði að gefa þessu náttúrufyrirbrigði gaum - og láta það ekki framhjá sér fara. 

Ritstjóri hungurdiska stundar myndatökur lítt nú orðið, en sjálfsagt eru margir með myndavélar/síma á lofti þessa dagana. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • w-blogg211224b
  • w-blogg211224
  • w-blogg121224
  • w-blogg111224a
  • w-blogg101224b

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 20
  • Sl. sólarhring: 214
  • Sl. viku: 985
  • Frá upphafi: 2420869

Annað

  • Innlit í dag: 15
  • Innlit sl. viku: 864
  • Gestir í dag: 15
  • IP-tölur í dag: 15

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband