Köld háloftalægð

Nú, á aðfangadag jóla er mjög köld háloftalægð að ganga til suðurs skammt fyrir vestan land. Henni fylgja dimmir snjókomubakkar, orðnir til yfir hlýjum sjó sem kyndir undir djúpri veltu í veðrahvolfinu öllu. Leið lægðarinnar liggur þannig að mestur vindur virðist lítt eiga að ná inn á land.

w-blogg241222a

Kort evrópureiknimiðstöðvarinnar gildir kl.18 í dag og sýnir hæð 500 hPa-flatarins, hita í honum og vind (hefðbundnar vindörvar). Fjólubláir litir sýna meira en -42 stiga frost og sá dekkri meir en -44 stiga frost. [Ef menn vilja má með góðum vilja sjá jólasvein í mynstrinu] Um hádegi í dag var frostið yfir Keflavíkurflugvelli um -38 stig - og gæti farið niður í -42 til -43 stig í nótt eða á morgun. Desembermetið er -48 stig (frá 1973). Ritstjóranum sýnist að frost hafi síðast farið í meir en -45 stig í 500 hPa-fletinum í desember árið 2010 - þá rétt fyrir jól - og er staðan nú ekki svo ólík stöðunni þá (sjá t.d. hungurdiskapistla frá þeim tíma). Það kuldakast stóð hins vegar ekki í nema rúma viku. 

Svo virðist sem spár geri nú ráð fyrir enn einu köldu háloftalægðardragi með snjókomubökkum snemma á þriðjudag. Þeir sem eru á ferð ættu að fylgjast vel með spám Veðurstofunnar. 

Gleðileg jól. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • w-blogg211224b
  • w-blogg211224
  • w-blogg121224
  • w-blogg111224a
  • w-blogg101224b

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 20
  • Sl. sólarhring: 214
  • Sl. viku: 985
  • Frá upphafi: 2420869

Annað

  • Innlit í dag: 15
  • Innlit sl. viku: 864
  • Gestir í dag: 15
  • IP-tölur í dag: 15

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband