Hæsti lágmarkshiti sumarsins í Reykjavík

Varla fyrir aðra en nördin. Hæsta sólarhringslágmark ársins (hlýjasta nóttin) er langoftast í júlí eða ágúst í Reykjavík. Rétt endrum og sinnum í júní, en aðeins oftar í september. Þannig var það í ár. Aðfaranótt 10. september fór hiti ekki niður fyrir 11,6 stig í Reykjavík, en hefur á þessu ári farið neðar allar aðrar nætur (eða daga). 

Einu sinni gerðist það að hlýjasta nótt ársins var í október. Það var 1959 - og telur ritstjórinn sig hafa minnst á það einhvern tíma áður. Frá og með 1921 að telja hefur hlýjasta nótt ársins 5 sinnum hitt á september, síðast 2002 (og í fáein skipti til viðbótar hefur septembernótt jafnað hlýindi frá því áður um sumarið, síðast 2015). Aðeins þrisvar var hlýjasta nóttin í júní (1925, 1949 og 1974). Einu sinni deildi nótt í maí fyrsta sætinu (það var 1988).

w-blogg190922ha

Myndin gefur yfirlit um hæsta lágmarkshita ársins í Reykjavík frá 1921 að telja. Það er hægt að reikna lítilsháttar leitni - +0,6°C á öld, en hún er ekki marktæk. Við getum hins vegar glögglega séð að tölur voru heldur hærri á árunum 1928 til 1945 heldur en lengst af síðar - allt fram undir aldamót, að aftur bætir í. Lengst af á þessu fyrra tímabili voru hitamælingar gerðar á þaki Landsímahússins (1931 til 1945), sem er ekki ákjósanlegur mælistaður. Hin einstaka aðfaranótt 31. júlí 1980 sker sig rækilega úr. Þá fór hiti í Reykjavík ekki niður fyrir 18,2 stig heilan sólarhring. Svo vildi til að ritstjóri hungurdiska var á vakt þessa nótt og minnist þess enn hversu indælt var að sitja úti á svölum Veðurstofuhússins og njóta blíðunnar á skyrtunni. Það var 1967 sem hlýjasta nóttin rétt marði 10 stig og litlu betri var staðan 1922, 1979 og 1983. Frá aldamótum er talan í ár sú næstlægsta (2015 var aðeins slakari), ásamt 2018. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • w-blogg211224b
  • w-blogg211224
  • w-blogg121224
  • w-blogg111224a
  • w-blogg101224b

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 20
  • Sl. sólarhring: 214
  • Sl. viku: 985
  • Frá upphafi: 2420869

Annað

  • Innlit í dag: 15
  • Innlit sl. viku: 864
  • Gestir í dag: 15
  • IP-tölur í dag: 15

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband