Fyrri hluti septembermánaðar

Fyrri hluti september hefur verið fremur hlýr um landið sunnanvert og á Miðhálendinu. Meðalhiti í Reykjavík er 10,0 stig og er það +0,7 stigum ofan meðallags áranna 1991 til 2020 og +0,8 stigum ofan meðallags síðustu tíu ára. Hitinn raðast í 8. hlýjasta sæti (af 22) á öldinni. Hlýjastir voru þessir sömu dagar 2010, meðalhiti 12,2 stig, en kaldastir voru þeir 2012, meðalhiti 7,7 stig. Á langa listanum raðast hitinn í 26. hlýjasta sæti (af 148), hlýjast var 2010, en kaldast 1992, meðalhiti þá 5,6 stig.
 
Á Akureyri er meðalhitinn 9,1 stig og er það í meðallagi 1991 til 2020 og -0,2 neðan meðallags síðustu tíu ára.
 
Að tiltölu hefur verið hlýjast á Miðhálendinu. Þar er þetta næsthlýjasti fyrri hluti september aldarinnar. Kaldast, að tiltölu, hefur verið á Ströndum og Norðurlandi vestra. Þar er þetta 14. hlýjasti fyrri hluti september á öldinni.
 
Á veðurstöðvunum hefur að tiltölu verið hlýjast í Sandbúðum á Sprengisandsleið. Þar er hiti +3,4 stig ofan meðallags. Kaldast að tiltölu hefur verið á Skagatá, hiti -1,4 stig neðan meðallags (e.t.v. ekki rétt) og í Flatey á Skjálfanda, þar sem hiti hefur verið -1,0 stig neðan meðallags.
 
Úrkoma í Reykjavík hefur mælst 40,7 mm og er það nærri meðallagi. Á Akureyri hefur úrkoman mælst aðeins 5,9 mm og er það um fimmtungur meðallags. Fyrri hluti september hefur áður verið enn þurrari á Akureyri.
 
Sólskinsstundir hafa mælst 106,4 í Reykjavík, 42 stundum umfram meðallag og hafa aðeins fjórum sinnum mælst fleiri sömu daga, síðast 2011, þegar þær voru 119,8. Á Akureyri hafa sólskinsstundirnar mælst 52, og er það í meðallagi.
 
Meðalloftþrýstingur í Reykjavík er 1017,3 hPa og hefur aðeins 8 sinnum verið hærri sömu daga síðustu 200 árin.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Torfi Kristján Stefánsson

Þú hefðir nú alveg mátt geta þess Trausti, að meðalhitinn í Rvík lækkaði um 0,9 stig á fimm dögum, eða frá 10. sept. þegar þú birtir þessar tölur síðast. Þar er nú nokkuð stórt fall enda hefur verið kalt undanfarna fimm daga. 

Torfi Kristján Stefánsson, 16.9.2022 kl. 17:03

2 Smámynd: Trausti Jónsson

Margs er ógetið - að sjálfsögðu

Trausti Jónsson, 16.9.2022 kl. 20:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg200125c
  • w-blogg200125g
  • w-blogg200125f
  • w-blogg200125e
  • w-blogg200125d

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 28
  • Sl. sólarhring: 134
  • Sl. viku: 2475
  • Frá upphafi: 2434585

Annað

  • Innlit í dag: 25
  • Innlit sl. viku: 2199
  • Gestir í dag: 25
  • IP-tölur í dag: 25

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband