Fyrstu tíu dagar maímánaðar

Meðalhiti fyrstu 10 daga maímánaðar er +5,6 stig í Reykjavík, í meðallagi sömu daga árin 1991 til 2020, en +0,9 stigum ofan meðallags síðustu tíu ára. Hitinn raðast í tíundahlýjasta sæti (af 22) á öldinni. Hlýjastir voru þessir dagar árið 2011, meðalhiti þá +8,6 stig. Kaldastir voru þeir 2015, meðalhiti +1,7 stig. Á langa listanum er hitinn í 64. sæti (af 148). Hlýjast var þessa daga árið 1939, meðalhiti +9,1 stig, en kaldast 1979, meðalhiti -1,0 stig.

Á Akureyri er meðalhiti fyrstu tíu daga maí 3,8 stig. Það er -1,1 stigi neðan meðallags 1991 til 2020 og -0,3 neðan meðallags síðustu tíu ára.

Röðunarstaða er nokkuð misjöfn eftir landshlutum. Á Suðaustur- og Suðurlandi eru dagarnir tíu þeir 8. hlýjustu á öldinni, en á Vestfjörðum er hitinn í 18. hlýjasta sæti (5. kaldasta).

Jákvæða vikið er mest við Skarðsfjöruvita, hiti +2,1 stigi ofan meðallags síðustu tíu ára. Kaldast, að tiltölu, hefur hins vegar verið á Þverfjalli (nærri Bolungarvík), þar hefur hiti verið -1,3 stigum neðan meðallags síðustu tíu ára.

Úrkoma hefur mælst 20,9 mm í Reykjavík og er það í ríflegu meðallagi. Á Akureyri hefur úrkoman mælst 22,3 mm og er það nærri þrefalt meðallag.

Sólskinsstundir hafa mælst 59,1 í Reykjavík, í rétt tæpu meðallagi, en á Akureyri hafa sólskinsstundirnar mælst 39, 9 stundum færri en í meðalári.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

Sæll.

Þegar ég var að alast upp á norðanverðum Vestfjörðum 1965 til 75 var veðurfyrirbrygði í byrjun júní sem ég kallaði "júníkuldann" sm var ískuldi. Mér finnst þessi "júníkuldi" færast sífellt framar á árið og byrjar núna í endaðan apríl. Þessi "júníkuldi" hefur auðvita fylgni við hitamælinn en 8° á mæli í "júníkulda er við frostmark á líkamann. 

Þttta er varla ímyndun eða hvað?
Leyfi mér að spyrja út í þetta.

Takk.

Kristján Sigurður Kristjánsson, 13.5.2022 kl. 06:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg200125c
  • w-blogg200125g
  • w-blogg200125f
  • w-blogg200125e
  • w-blogg200125d

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 31
  • Sl. sólarhring: 128
  • Sl. viku: 2478
  • Frá upphafi: 2434588

Annað

  • Innlit í dag: 28
  • Innlit sl. viku: 2202
  • Gestir í dag: 28
  • IP-tölur í dag: 26

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband