Aðeins meira af apríl

Við lítum á stöðuna í háloftunum í apríl. Kort að vanda frá evrópureiknimiðstöðinni í gerð Bolla P. 

w-blogg020522a

Gæðalegur hæðarhryggur var við landið. Hlýindi fyrir vestan hann, en kalt austur í Skandinavíu. Afskaplega æskileg vorstaða hér á landi. Jafnhæðarlínur 500 hPa-flatarins eru heildregnar, en þykktin sýnd með daufum strikalínum. Litir sýna þykktarvikin. Mesta jákvæða vikið er við austurströnd Grænlands, um 80 metrar. Samsvarar það því að hiti sé um 4 stigum ofan meðallags í neðri hluta veðrahvolfs, en minna þó við yfirborð. Hér er miðað við tímabilið 1981 til 2010. Vikið væri minna ef við miðuðum við síðari ár. 

Í apríl í fyrra var vestanátt háloftanna heldur stríðari, mestu jákvæðu þykktarvikin voru þá vestar en nú, en enn ákveðnari. Neikvæðu vikin yfir sunnanverðri Skandinavíu voru þá enn meiri en nú. 

Til gamans leitum við að nánum ættingja í hópi liðinna aprílmánaða - og finnum apríl 1978. 

w-blogg020522b

Við sjáum líka hæðarhrygg - svipaðan yfir landinu, en samt í heildina mjórri en þann sem var í apríl nú. Jákvæðu vikin eru á svipuðum slóðum og nú - en þau neikvæðu víðáttumeiri, þó miðað sé við tímabilið 1901 til 2000. Ritstjóri hungurdiska var erlendis í apríl 1978 og því er þessi mánuður honum ekki minnisstæður. Segir þó í heimildum að hann hafi verið hagstæður, en mjög þurrt hafi verið víða austanlands. Úrkoma mældist ekki nema 2,1 mm allan mánuðinn á Egilsstöðum og engin við Grímsárvirkjun (en mælingar þar teljast nokkuð óvissar), 1,1 mm mældust á Dratthalastöðum. Það er sárasjaldan sem úrkoma mælist jafnlítil á þessum slóðum. Snemma í mánuðinum urðu miklir vatnavextir á sunnanverðum Vestfjörðum og á Norðurlandi. 

Tíð var talin óhagstæð í maí 1978 - en ekki vitum við enn neitt um maí 2022. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg200125c
  • w-blogg200125g
  • w-blogg200125f
  • w-blogg200125e
  • w-blogg200125d

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 3
  • Sl. sólarhring: 266
  • Sl. viku: 2382
  • Frá upphafi: 2434824

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 2113
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband