Smávegis af mars

Í mars var suðvestanáttin í háloftunum enn þrálátari en venjulegt er - og reyndar heldur suðlægari en venjulega. 

w-blogg010422a

Þetta sést vel á vikakorti evrópureiknimiðstöðvarinnar. Hér má sjá meðalhæð 500 hPa-flatarins í mars sem og vik frá meðallagi. Mjög mikil jákvæð vik voru yfir Skandinavíu sunnanverðri. Þar var þurrviðrasamt víðast hvar og sérlega sólríkt og sömuleiðis hlýtt. Neikvæðu vikin sunnan Grænlands benda til kulda á þeim slóðum. Stríð suðsuðvestanátt var yfir Íslandi. 

w-blogg010422b

Reiknimiðstöðin reiknar einnig úrkomu og úrkomuvik. Kortið sýnir meðalsjávarmálsþrýsting (heildregnar þunnar línur) og úrkomuvikin - sem prósentur af líkanreiknuðu meðallagi áranna 1981 til 2010. Mjög mikil jákvæð vik eru yfir Íslandi sunnan- og vestanverðu, eins og fram hefur komið hefur úrkoma aldrei mælst jafnmikil í Reykjavík í mars og nú. Líkanið segir að á bletti norðaustanlands hafi úrkoma verið undir meðallagi - við eigum eftir að fá það fullstaðfest. Þurrkarnir yfir sunnanverðri Skandinavíu sjást vel á kortinu. Lausafregnir herma að þar hafi mars sjaldan eða aldrei verið þurrari á allmörgum veðurstöðvum. Aftur á móti hefur rignt hressilega á bletti á Miðjarðarhafi við strendur Spánar (sé að marka líkanið). 

Sé leitað að „háloftaskyldum“ marsmánuðum koma tveir upp, mars 1948 og mars 1953. Síðasta vika þess síðarnefnda varð þó ólík því þá gekk yfir feikilegt norðan- og norðaustanhret með kulda, samgöngutruflunum og snjóflóðum. Við dæmum mars 1948 því líkari þeim nýliðna. Endurgreining evrópureiknimiðstöðvarinnar sýnir einnig úrkomuvik í þeim mánuði. Ekki er þessum endurgreiningum alveg treystandi, en vikamynstrið er alla vega mjög svipað mynstrinu á kortinu hér að ofan - og jafnþrýstilínur ekki ólíkar - áttin þó aðeins vestlægari.

w-blogg010422c

Þurrt var þá einnig í Danmörku og Suður-Svíþjóð - og sömuleiðis vestan Grænlands, rétt eins og nú. Mjög úrkomusamt var vestanlands og sunnan, úrkomusamasti mars allra tíma í Stykkishólmi - enn meira rigndi þar en nú, en nokkru minna í Reykjavík. Mars 1948 var enn hlýrri en nú og minnisstæð hlýindi voru seint í mánuðinum. Fræg flóð gerði í Ölfusá. 

Þökkum Bolla P. fyrir kortagerðina. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • w-blogg211224b
  • w-blogg211224
  • w-blogg121224
  • w-blogg111224a
  • w-blogg101224b

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 45
  • Sl. sólarhring: 233
  • Sl. viku: 1010
  • Frá upphafi: 2420894

Annað

  • Innlit í dag: 38
  • Innlit sl. viku: 887
  • Gestir í dag: 38
  • IP-tölur í dag: 38

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband