Sumarmisserið 2021

Við gerum nú eins og oft áður - lítum á meðalhita sumarmisseris íslenska tímatalsins og berum saman við fyrri sumur. Sumarmisserið telst standa frá sumardeginum fyrsta fram að fyrsta vetrardegi. Þegar þetta er skrifað vantar enn einn dag upp á fulla lengd - en það skiptir litlu (engin hitamet í húfi).

w-blogg211021a

Myndin sýnir sumarhita í Stykkishólmi frá 1846 til 2021 (eitt sumar, 1919, vantar í röðina). Það sumarmisseri sem nú er að líða var hlýtt, sé litið til langs tíma, en er hiti þess var nærri meðallagi á þessari öld í Stykkishólmi. Ekkert sumar á árunum 1961 til 1995 var hlýrra en þetta - og aðeins þrjú mega heita jafnhlý (1961, 1976 og 1980). Reiknuð leitni sýnir um 0,7 stiga hlýnun á öld - að jafnaði - en segir auðvitað ekkert um framtíðina frekar en venjulega.

Hitinn í Stykkishólmi var í sumar ekki fjarri meðallagi landsins. Eins og flestir muna enn voru óvenjuleg hlýindi um landið norðan- og austanvert frá því um sólstöður og nokkuð fram í september. Áður en það tímabil hófst var öllu svalara - og einnig síðan. Sumarmisserið er samt í hlýrra lagi á þeim slóðum.

w-blogg211021b

Taflna sýnir röðun hita sumarsins á spásvæðum Veðurstofunnar. Röðin nær til þessarar aldar (21 sumarmisseri), en vikin reiknast miðað við síðustu tíu ár. Vonandi er rétt reiknað. 

Að þriðjungatali telst sumarmisserið hafa verið kalt við Faxaflóa, en hlýtt á Ströndum og Norðurlandi vestra, Norðausturlandi og á Austurlandi að Glettingi. Hiti er í meðallagi á öðrum spásvæðum.

Ritstjórinn er (eins og margir aðrir í hans stétt) mjög spurður um veðurfar vetrarins - hvernig það verði. Lítið hefur hann um það að segja - en minnir á gamla fyrirsögn úr Morgunblaðinu 24. febrúar 1954:

mbl_1954-02-24_ekki-a-faeri-vedurfraedinga

Og er svo enn. - En það þýðir ekki að ástæðulaust sé fyrir menn að halda áfram að reyna, ekki síst nú þegar búið er að spilavítisvæða slíkar spár eins og flest annað. Miklir fjármunir eru undir - vonandi stundum til verulegs hagræðis - en oft verða líka margir illa úti eins og í svartapétri barnæskunnar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvernig spáiru þú vetrinum, fáum við fullt af snjó til að leika okkur í ?

Linda (IP-tala skráð) 22.10.2021 kl. 15:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • w-blogg211224b
  • w-blogg211224
  • w-blogg121224
  • w-blogg111224a
  • w-blogg101224b

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 20
  • Sl. sólarhring: 214
  • Sl. viku: 985
  • Frá upphafi: 2420869

Annað

  • Innlit í dag: 15
  • Innlit sl. viku: 864
  • Gestir í dag: 15
  • IP-tölur í dag: 15

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband