16.10.2021 | 15:01
Enn af öfugsniða
Nú er uppi sú staða að allsnarpur kuldapollur er á leið til suðurs um Grænlandshaf vestanvert. Jafnframt sækir hlýrra loft fram úr suðri - tengt miklu lægðarkerfi austan við Nýfundnaland. Hitabratti vex við Ísland. Við lítum á nokkur veðurkort sem sýna stöðuna kl.3 aðfaranótt sunnudags 17.október. Staða sem þessi er ekki beinlínis óalgeng, en henni fylgir nær ætíð veruleg óvissa, bæði hvað varðar vindstyrk, úrkomumagn og úrkomutegund. Hér að neðan er ekki leyst úr þessari óvissu - Veðurstofan reynir það hins vegar - en við lítum samt á stöðuna. Þetta er ekki auðveld lesning.
Daufu heildregnu línurnar sýna sjávarmálsþrýsting. Hæð er yfir Grænlandi en lægð langt suður í hafi, miðjan utan kortsins. Rauðar strikalínur sýna þykktina, en hún mælir hita í neðri hluta veðrahvolfs. Það er 5400 metra jafnþykktarlínan sem er rétt við Suðurland, en 5160 línan rétt norðan Vestfjarða. Þetta segir okkur að 12 stiga hitamunur (bratti) er yfir landið. Vindörvarnar á kortinu sýna svonefndar þykktarvind - hann er því meiri sem hitabrattinn er. Bláir litir sýna þau svæði þar sem þykktin er minnkandi - það kólnar, en gulir og rauðir litir sýna svæði þar sem þykktin vex - það er að hlýna. Við sjáum berlega að það er á kólna yfir Vestfjörðum, en yfir Suðurlandi er að hlýna. Kalda loftið úr norðri fer undir það hlýja úr suðri, skil myndast og skerpast.
Hér má sjá stöðuna í 500 hPa-fletinum - í rúmlega 5 km hæð. Snarpur kuldapollur er við Grænland - hann á að fara til suðurs næsta sólarhringinn - við það leitar hlýja loftið sem á leið hans verður til austurs og norðausturs og vindur snýst þá úr vestsuðvestri til suðvesturs, suðurs og síðan suðausturs og austurs yfir Íslandi. Þetta tekur 2 til 3 daga.
Mikil barátta er einnig á milli kalda og hlýja loftsins niður undir jörð.
Kortið sýnir hæð 925 hPa-flatarins á sama tíma og kortin að ofan. Hér er vindátt alveg andstæð við það sem hún er í efri lögum. Blæs mjög ákveðið af austri og norðaustri yfir landinu vestanverðu. Fjöll hafa við þessar aðstæður minni áhrif á úrkomudreifingu heldur en venjulega - úrkomumyndunin á sér stað annað hvort uppi í suðvestanáttinni - eða í þeirri hæð þar sem vindur er hægur á milli hinna andstæðu átta. Úrkoman myndast eins og venjulega sem snjór. Fyrsta úrkoman fellur niður og gufar upp - við það kólnar loftið frekar - um síðir rakamettast það nokkurn veginn þannig að snjórinn fer neðar og neðar - hann fer að lokum niður í hita ofan frostmark og fer að bráðna - við það kólnar loftið þannig að snjórinn kemst neðar og neðar. Verði úrkomuákefðin nægilega mikil kemst hann alveg til jarðar - það snjóar - og sé vindur nægilegur gerir hríðarveður.
Hér má sjá spá evrópureiknimiðstöðvarinnar um úrkomu og vind kl.3 aðfaranótt sunnudags - á sama tíma og kortin að ofan. Undan Reykjanesi er úrkomuákefð mikil, 5 ti 10 mm á klukkustund, en minni yfir landi. Litlir krossar tákna snjókomu - þeir eru nær einráðir yfir landi.
Á tímanum frá desember fram í apríl getur maður gengið út frá því að spá sem þessi væri ágæt ábending um snjókomu á láglendi. Meira vafamál er um það svona snemma hausts. Það getur líka verið að það snjói t.d. við norðanverðan Faxaflóa - þó það geri það ekki í lágsveitum höfuðborgarsvæðisins.
Svo er líka spurning hversu mikil úrkoman (snjórinn?) verður - og hversu lengi snjóar - geri það það á annað borð. Spár virðast - þegar þetta er skrifað - hins vegar sammála um að það hláni þegar háloftaáttin hefur náð að snúa sér úr suðvestri í suður og suðaustur.
En við fylgjumst eins og venjulega með spám Veðurstofunnar og tökum mark á.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 29
- Sl. sólarhring: 129
- Sl. viku: 2476
- Frá upphafi: 2434586
Annað
- Innlit í dag: 26
- Innlit sl. viku: 2200
- Gestir í dag: 26
- IP-tölur í dag: 25
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
"Svona snemma hausts" segirðu. Hvað stendur (veðurstofu)haustið lengi yfir hjá þér, fram í desember?
Torfi Stefánsson (IP-tala skráð) 17.10.2021 kl. 08:43
Já, nóvember er haustmánuður ásamt október.
Trausti Jónsson, 17.10.2021 kl. 11:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.