Enn af ágúst

Eins og fram hefur komið á þessum vettvangi og víðar var veðurfar í ágúst mjög afbrigðilegt hér á landi. Sérstaklega hlýtt var um allt norðanvert landið. 

w-blogg020921iic

Myndin sýnir meðalhæð 500 hPa-flatarins (heildregnar línur), meðalþykkt (daufar strikalínur og þykktarvik - litir - eftir greiningu evrópureiknimiðstöðvarinnar. Gríðarlegt jákvætt þykktarvik er við Ísland. Evrópureiknimiðstöðin segir að meðalþykkt yfir landinu hafi verið 5390 metrar - um 90 metrum meiri en að meðaltali í ágúst. Það þýðir að hiti í neðri hluta veðrahvolfs hefur verið um +4,5 stigum yfir meðallagi, sem er reyndar svipað og hitavikið á háfjöllum á Norður- og Austurlandi, t.d. Vaðlaheiði og Gagnheiði. Þetta er meiri þykkt en vitað er um í nokkrum öðrum mánuði. Næstu tölur eru 5523 metrar í júlí 1984 og 5822 í ágúst 2006. 

Hæðarvik voru einnig óvenjuleg. Meðalhæð 500 hPa-flatarins í greiningu evrópureiknimiðstöðvarinnar var 5648 metrar. Endurgreiningum ber ekki alveg saman um hvort þetta er hæsta tala sem við þekkjum - eða ekki. Sú ameríska heldur fram júlí 1968 sem hæðarmeti, en evrópureiknimiðstöðin er með lítillega lægri tölu. Ágúst 1960 er ekki mjög langt undan sem og júlí 1967. Mánaðarhæð 500 hPa-flatarins nú er sú sama yfir Keflavík og var í júlí 1968. Ætli við verðum ekki að telja þennan hæðarmun ómarktækan - en þykktarvikið er marktækt met.

Þess má svo geta að frostlaust var á öllum veðurstöðvum í ágúst (og reyndar í júlí líka). Það hefur ekki gerst síðan sumarið 1950 - og líka 1947. Bæði þau sumur var frostlaust í þessum tveimur mánuðum. Hafa verður í huga að veðurstöðvar voru mun færri en nú og kann að hafa áhrif. Veðurlag sumarsins 1947 var ekki mjög óskylt því sem var nú, en sumarið 1950 var hins vegar gjörólíkt. 

Við þökkum Bolla P. að vanda fyrir kortagerð. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nýjustu myndir

  • w-blogg160325a
  • Slide16
  • Slide15
  • Slide14
  • Slide13

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.3.): 107
  • Sl. sólarhring: 376
  • Sl. viku: 1297
  • Frá upphafi: 2453317

Annað

  • Innlit í dag: 104
  • Innlit sl. viku: 1186
  • Gestir í dag: 104
  • IP-tölur í dag: 103

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband