Þurrt - en drungalegt

Þó ekki sé beinlínis hægt að tala um sólarleysi á Suðvesturlandi að undanförnu hefur sólin samt ekki verið áberandi. Sólskinsstundir í Reykjavík voru 50,5 fyrri hluta júlímánaðar. Við vitum um 22 tilvik með enn færri stundum sömu daga síðustu 110 árin. Við búumst frekar við því að sólarrýrð fylgi úrkomutíð, en svo hefur ekki verið nú, alla vega ekki fram til þessa dags - hvað sem svo síðar verður. Úrkoma fyrstu 15 dagana mældist aðeins 4,6 mm og hefur aðeins 6 sinnum verið minni á sama tíma síðustu 100 árin. Sömuleiðis hafa suðlægar áttir verið ríkjandi á landinu. Við getum fylgst með vindi frá degi til dags síðustu 70 árin rúm (frá og með 1949) og á þeim tíma hefur sunnanáttin aðeins fjórum sinnum verið ákveðnari heldur en nú - sömu daga. Í þeim tilvikum öllum var úrkoma töluvert meiri í Reykjavík heldur en nú. Það má sjá á myndinni hér að neðan.

w-blogg160721a

Myndin er e.t.v. ekki alveg auðveld aflestrar - en batnar sé hún stækkuð. Lárétti ásinn sýnir sunnanþátt vindsins (í m/s) - neikvæð gildi tákna að norðanátt hefur verið ríkjandi á landinu. Norðanáttin var mest þessa daga, 1970, 1993 og 2010 (krossarnir lengst til vinstri). Sunnanáttin var aftur á móti mest 1955, 1989, 2005 og 1983 - í öllum þeim tilvikum var úrkoma mun meiri en nú. Svo vildi til að sunnanáttir héldu áfram 1955 og 1983 (fræg rigningasumur), en heldur dró úr 1989, og 2005 skipti um tíð með hundadögum. 

Dagarnir 15 í ár eru í nokkuð óvenjulegri stöðu, en á alveg sama stað og sömu dagar 1975. Þá var líka þurrt, en sólarlítið - en endaði í flokki rigningasumra. Við sjáum að oftast er norðanátt ríkjandi samfara þurrki framan af júlí. 

w-blogg160721b

Síðari sýnir sólskinsstundafjölda dagana 15 og úrkomuna. Þar eru dagarnir 15 í ár líka í heldur óvenjulegri stöðu - í ámóta úrkomuleysi hefði mátt búast við því að sólskinsstundirnar væru meir en tvöfalt fleiri en verið hefur - eða úrkoma 5 til 10 sinnum meiri. En við sjáum að dagarnir 15 eiga sér ættingja, annars vegar hinn sama og áður, 1975, en einnig 1978. Svo eru 1959, 1956 og 1936 ekki mjög fjarri - en sólskinsstundir þó ívið fleiri en nú.

Nú er spurning hvernig fer með síðari hluta mánaðarins, úrkoman er mjög fljót að rétta sig af, ekki þarf nema 1 eða 2 daga með sæmilegu úrhelli til að allt verði með felldu. Óvenjulegt ástand (sem það er) getur á örskotsstund orðið harla venjulegt. 

Það er svo annað mál að árið hefur verið þurrt í Reykjavík það sem af er, en við bíðum með að fjalla nánar um það þar til eftir mánaðamót (- en kannski rignir nóg til þess til þess tíma að við getum sleppt því). 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • w-blogg211124a
  • w-blogg181124a
  • w-blogg151124c
  • w-blogg151124b
  • w-blogg151124a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 326
  • Sl. sólarhring: 520
  • Sl. viku: 2121
  • Frá upphafi: 2413141

Annað

  • Innlit í dag: 310
  • Innlit sl. viku: 1910
  • Gestir í dag: 308
  • IP-tölur í dag: 306

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband