Hiti á 19. og 20.öld - enn og aftur

Við berum nú saman hitafar á 19. og 20. öld. Mælingar eru alláreiðanlegar aftur til áranna fyrir 1850 - og sæmilega áreiðanlegar til 1830. Nokkur óvissa er um fyrstu þrjá áratugi 19.aldarinnar - en við sjáum þó sveiflur frá ári til árs ágætlega og sömuleiðis hvaða áraklasar á því tímabili eru kaldari heldur en aðrir. 

w-blogg170421a

Fyrsta myndin sýnir 7-árakeðjur ársmeðalhita í Stykkishólmi aldirnar tvær. Bláu súlurnar sýna hitafar á 19.öld, rauða línan hitafar á þeirri 20. og sú græna hita fyrstu 20 ára 21.aldar. Mestur vafi leikur á því hversu kalt var í kringum 1810 - hugsanlega ekki alveg jafnkalt og hér er sýnt, en ritstjóri hungurdiska hefur trú á öðrum hlutum myndarinnar. Þessi mynd sýnir ekki heildarhlýnun á tímabilinu öllu, en leitni hennar reiknast um 0,8°C á öld. Það hefur hlýnað um 1,7 stig í Stykkishólmi frá því í byrjun 19.aldar. 

Þrátt fyrir alla þessa hlýnun eru ára- og áratugasveiflur samt miklar. Það er t.d. nærri 2 stiga munur á hita kaldasta og hlýjasta 7-ára tímabils 19.aldar og 1,7 stiga munur á hita kaldasta og hlýjasta 7-ára tímabili 20.aldar. Það vekur athygli að nær öll 7-ára tímabil 20.aldar eru umtalsvert hlýrri heldur en sömu ár 19.aldar - eina undantekningin er um 1820 og 1920 - þá er hiti sambærilegur. 

Nú - og svo virkar hitinn á 21.öldinni (það sem af er) alveg út „úr kortinu“ miðað við hinar aldirnar tvær. Auðvitað er spurningin hversu lengi hlýindin halda út - við vitum ekki enn hversu stór hlutur hnattrænnar hlýnunar er í núverandi hlýindum hér á landi - hann er umtalsverður - enginn vafi er á því, en er hann nægur til þess að hiti fari ekki aftur (tímabundið) niður fyrir það sem hann var á 20.aldar hlýindaskeiðinu mikla? Mun hita 21.aldar takast að halda öldinni nær alveg „hreinni“ - eins og 20.öldinni tókst (nærri því) gagnvart þeirri 19?

Hiti á kuldaskeiðinu 1965 til 1995 var lengst af lægri heldur enn hann var á hlýskeiðum 19.aldarinnar [við kölluðum það kuldaskeið sem nítjándualdarmenn hefðu kallað hlýskeið]. Við sem það munum getum því sagt að við höfum kynnst 19.aldarveðurlagi að einhverju leyti. Það er fyrst og fremst kuldinn í kringum 1810 (sé hann þá raunverulegur) og kuldinn á 7. og 9. áratug 19.aldarinnar sem vantar alveg í okkar reynsluheim - og ekki fengum við mikla eða langvinna reynslu af venjulegu 19.aldarástandi. 

Þrátt fyrir hlýnandi veðurfar getum við seint gert ráð fyrir því að aldrei kólni aftur. Á hinn bóginn má segja að taki hitinn enn eitt hlýindastökkið hljóti að vera illt í efni - fengjum við t.d. ámóta hlýnun og varð milli 1920 til 1930 ofan í þá hlýnun sem nú þegar hefur orðið. 

Við lítum fljótlega á vitnisburði sem geta hugsanlega sagt okkur eitthvað um hitafar snemma á 19.öld og berum saman við tölurnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • w-blogg261224c
  • w-blogg261224a
  • w-blogg241224b
  • w-blogg241224a
  • w-blogg211224b

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.12.): 603
  • Sl. sólarhring: 665
  • Sl. viku: 2302
  • Frá upphafi: 2422765

Annað

  • Innlit í dag: 527
  • Innlit sl. viku: 2079
  • Gestir í dag: 510
  • IP-tölur í dag: 506

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband