16.3.2021 | 00:16
Óvenjuhlýtt?
Spár fyrir næstu daga eru mjög hlýindalegar. Þó hlýindi af þessu tagi hafi sést áður í mars er samt rétt að gefa þeim gaum.
Kortið gildir á miðvikudagskvöld, jafnhæðarlínur 500 hPa-flatarins eru heildregnar, en þykktin er sýnd í lit. Þykktin mælir hita í neðri hluta veðrahvolfs. Á gulbrúna svæðinu er henni spáð meiri en 5520 metrum - rétt eins og á allgóðum sumardegi. Þar sem snjór er á jörðu víða um landið norðan- og austanvert - og sól ekki enn mjög hátt á lofti verður hiti þó varla eins hár og verða myndi við svipuð skilyrði að sumarlagi - og ekki er heldur spáð mjög hvössum vindi. Líklegast er því að mestu hlýindin fljóti ofan á - þannig að möguleiki á metum í háloftunum er ívið meiri heldur en niðri í mannheimum.
Við þurfum að fylgjast með háloftaathugunum, hugsanlega gætu marsmet fallið t.d. í 700 hPa (3 km hæð) og í 500 hPa. Mættishita í 850 hPa er spáð upp í 27 stig í niðurstreymi vatnajökulsbylgjunnar - en það er mest fyrir augað - aftur á móti er honum spáð ofan 20 stiga á allstóru svæði - meira að segja yfir Færeyjum.
En við höfum séð tölur af þessu tagi áður, síðast líklega 2016 og svo árið 2012 þegar hitamet marsmánaðar féll eftirminnilega og hiti fór í 20,5 stig í Kvískerjum í Öræfum - eina skiptið sem 20 stigum hefur verið náð í mars hér á landi. Allt yfir 16 stigum telst frekar óvenjulegt um miðjan mars. Metið milli 11. og 20. er 17,6 stig sem mældust á Siglufirði þann 13. árið 2016 - en þá var þykktin svipuð og sú sem nú er spáð. Hæsti hiti sem mælst hefur í Reykjavík 11. til 20.mars er 12,3 stig - það var þann 20.árið 2005. Áttin hentar varla nú til meta í Reykjavík, en þó má geta þess að dægurmet þess 18. er aðeins 9,3 stig - og liggur því vel við höggi (ef svo má segja).
En hlýindi á þessum tíma vetrar lofa engu um framhaldið. Á topplista yfir mikla þykkt á þessum tíma eru t.d. dagar í mars 1979 (18.) og 1953 (20.) - 1979 var um nokkra undantekningu að ræða á köldum vetri, en 1953 hafði vetur verið hlýr - en gerði síðan illkynja hret upp úr 20. mars. Apríl varð þá kaldasti mánuður vetrarins - eins og oft hefur verið fjallað um hér á hungurdiskum áður. Stuttur lýsing Páls Bergþórssonar á veðrabrigðunum miklu í góulokin 1953 var eitt af því sem vakti æskuáhuga ritstjóra hungurdiska á sínum tíma. Þessa lýsingu Páls má finna í hinu indæla pistlasafni hans Loftin blá. Öll veðurnörd ættu að lesa þá bók.
Meðalhiti fyrri hluta mars er +2,5 stig í Reykjavík, +1,9 stigum ofan meðallags áranna 1991 til 2020 og +1,7 ofan meðallags síðustu tíu ára. Hiti er í fjórðahlýjasta sæti (af 21) á öldinni. Hlýjastir voru sömu dagar árið 2004, meðalhiti þá +6,0 stig, en kaldastir voru þeir 2002, meðalhiti -1,1 stig. Á langa listanum er hiti nú í 25.hlýjasta sæti (af 147). Hlýjast var 1964, meðalhiti þá +6,6 stig, kaldast var hins vegar 1891, meðalhiti -7,7 stig.
Meðalhiti á Akureyri það sem af er mánuði er +0,8 stig, +1,4 stigum ofan meðallags áranna 1991 til 2020, en +1,3 stigum ofan meðallags síðustu tíu ára.
Að tiltölu hefur verið hlýjast um landið sunnan- og vestanvert. Þar er mánuðurinn yfirleitt í 4.hlýjasta sæti á öldinni, en kaldast að tiltölu hefur verið á Austurlandi og Austfjörðum, þar er hiti í 8.hlýjasta sæti.
Hiti er ofan meðallags síðustu tíu ára á öllum veðurstöðum, á Fáskrúðsfirði reyndar í meðallagi, en mest er jákvæða vikið við Búrfell þar sem hiti er +2,7 stig ofan meðallags.
Úrkoma í Reykjavík hefur mælst 22,6 mm og er það nærri helmingur meðallags. Á Akureyri hefur úrkoman mælst 32,1 mm, um 20 prósent ofan meðallags.
Sólskinsstundir hafa mælst 41,6 í Reykjavík og er það í tæpu meðallagi.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 03:02 | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 94
- Sl. sólarhring: 239
- Sl. viku: 1059
- Frá upphafi: 2420943
Annað
- Innlit í dag: 86
- Innlit sl. viku: 935
- Gestir í dag: 85
- IP-tölur í dag: 84
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Sælir
Ég les blogg þitt iðulega með mikilli ánægju. Þannig er að ég bý í miðjum Hallormsstaðaskógi þar sem veðurfar er yfirleitt aðeins á skjön við það sem segir í veðurfréttum um Austurland í heild. Um miðjan dag í dag stóð hitamælir sem ég hef í garðinum í 20 gráðum í plús. Tek fram að mælirinn er í skugga en garðurinn er umlukin 12 til 14 metra háum trjáum.
bkv
Friðrik
Friðrik Indriðason (IP-tala skráð) 17.3.2021 kl. 16:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.