21.12.2020 | 03:02
Fyrstu tuttugu dagar desembermánaðar
Meðalhiti fyrstu 20 daga desembermánaðar í Reykjavík er +2,8 stig, +1,8 stigum ofan meðallags áranna 1991 til 2020, +2,5 stigum ofan meðallags síðustu tíu ára og í 5.hlýjasta sæti á öldinni, nokkuð langt þó frá efstu sætum. Hlýjastir voru dagarnir 20 árið 2016, meðalhiti þá 5,6 stig, en kaldastir voru þeir 2011, meðalhiti -2,8 stig. Á langa listanum er hiti nú í 14.hlýjasta sæti (af 145), hlýjast var 2016, en kaldast 1886, meðalhiti þá -5,6 stig.
Á Akureyri er meðalhiti dagana 20 +0,2 stig, 0,6 stigum ofan meðallags áranna 1991 til 2020, en +1,4 stigum ofan meðallags síðustu tíu ára.
Ekki er mjög mikill munur á hitavikum eftir landshlutum, hlýjast hefur verið á Suðurlandi þar sem hitinn er í 6.hlýjasta sæti aldarinnar, en kaldast við Breiðafjörð og á Vestfjörðum þar sem hann er í 11.hlýjasta sæti.
Að tiltölu hefur verið hlýjast á Þingvöllum, hiti +3,3 stigum ofan meðallags síðustu tíu ára, en kaldast hefur verið í Bolungarvík og Ólafsvík þar sem hiti er -0,1 stigi neðan meðallags sömu daga síðustu tíu ára.
Úrkomu hefur verið mjög misskipt á landinu. Í Reykjavík hefur hún mælst 26,3 mm, um helmingur meðalúrkomu og sú næstminnsta í desember á öldinni (var ívið minni sömu daga 2010). Á Akureyri hefur úrkoma mælst 181,3 mm og er það hátt í fjórföld meðalúrkoma áranna 1991 til 2020. Hefur aldrei mælst meiri sömu daga í desember. Metúrkoma hefur líka fallið á allmörgum öðrum stöðvum. Mest úrkoma sem frést hefur af á mannaðri stöð til þessa í mánuðinum er á Hánefsstöðum í Seyðisfirði þar sem hún hefur mælst 601,1 mm. Á sjálfvirku stöðinni í bænum á Seyðisfirði hefur úrkoman mælst 760 mm, en 440 mm á stöðinni í Vestdal. Úrkoma á Dalatanga hefur mælst 190 mm, það fjórðamesta sem vitað er um sömu daga þar á bæ. Af þessu má sjá hversu staðbundin úrkoma getur verið.
Sólskinsstundir í Reykjavík hafa mælst 3,6 og er það með minna móti. Nokkrum sinnum hefur ekkert eða nær ekkert sólskin mælst þessa sömu daga í desember, síðast 2016.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 03:22 | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.12.): 30
- Sl. sólarhring: 419
- Sl. viku: 1233
- Frá upphafi: 2421525
Annað
- Innlit í dag: 24
- Innlit sl. viku: 1106
- Gestir í dag: 24
- IP-tölur í dag: 24
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.