Enn af nóvember

Nóvember í ár var ólíkur almanaksbróður sínum í fyrra - og mjög ólíkur nýliðnum október líka. Rósemdarsvipur var yfir þeim mánuðum. Nú voru bæði vestlægar og suðlægar áttir öllu stríðari heldur en að meðaltali - þó ekki til neinna vandræða.

w-blogg041220a

Kortið sýnir meðalhæð 500 hPa-flatarins í nóvember (heildregnar línur), en einnig hæðarvikin. Jákvæð vik eru rauðbrún, en þau neikvæðu blá. Af vikunum ráðum við að suðvestanáttin var talsvert sterkari en hún er yfirleitt í nóvember. Svona vægt einkenni þess aem við máttum búa við í fyrravetur, frá desember og áfram. 

Samt hefur veðrið verið nokkuð gott í haust - til þessa - frekar lítið um að vera en fáeinir öflugir vestanáttardagar - tvö illviðri setja svip sinn á heildarvik mánaðarins. Ritstjóri hungurdiska var satt best að segja fremur hissa þegar hann sá þetta uppgjör - tíð hefði átt að vera verri um landið sunnan- og vestanvert í nóvember en hún var.

Þegar vestanáttin er sterk - og hæðarvik jákvæð yfir Evrópu er hlýtt þar um slóðir - enda óvenjuleg hlýindi þar á ferð að þessu sinni. Aftur á móti var nóvember heldur kaldur við Vestur-Grænland og Baffinslandi - ekki þó eins kaldur og staðan gæti gefið til kynna. Við á milli þessara tveggja „póla“. 

Þakka BP að vanda fyrir kortagerðina.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • w-blogg120425b
  • w-blogg120425a
  • w-blogg080425b
  • w-blogg080425a
  • w-blogg060425b

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 129
  • Sl. viku: 995
  • Frá upphafi: 2461098

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 868
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband