10.11.2020 | 21:31
Kaldir dagar - (froða)
Eins og þrautseigir lesendur hungurdiska hafa óhjákvæmilega orðið varir við dundar ritstjóri þeirra við að taka saman heimildir um veðurfar á árunum 1749 til 1924 - ár fyrir ár. Miðar þessu verki nokkuð (mætti auðvitað ganga hraðar). Þessa dagana er árið 1855 undir - og birtist samantektin um það vonandi fljótlega. Meðal merkustu viðburða þess árs er gríðarlegt kuldakast sem gerði síðari hluta febrúarmánaðar (og fyrstu dagana í mars). Fraus þá flest sem frosið gat. - Meir um það í samantektinni.
Hitamælingar hófust í Stykkishólmi 10 árum áður og hafa verið gerðar linnulítið síðan - en hins vegar var ekki mælt þetta ár í Reykjavík. Jón Þorsteinsson landlæknir og veðurathugunarmaður hafði árið áður orðið fyrir alvarlegu slysi þegar hann féll um 3 metra niður um kjallaraop í húsi þar sem hann vitjaði. Jón lést síðan 1855, náði sér aldrei eftir slysið. Athuganir á Akureyri höfðu einnig lagst af á árinu 1854. Eggert Jónsson læknir og veðurathugunarmaður þar lenti líka í slæmu slysi - reyndar ekki fyrr en 1855. Hestur hans hrasaði og Eggert fékk byltu - lítið virtist hafa gerst - en um kvöldið veiktist hann illa - trúlega vegna innvortis blæðinga - og lést. Fyrir utan hinn persónulega harm varð íslenskri veðurathugunarsögu mikill skaði búinn við lát þessara manna.
En sú spurning vaknaði þegar horft var á þetta kuldakast og köldustu daga þess hversu margir dagar síðan hafa verið jafnkaldir eða kaldari. Við getum reyndar varla svarað því nákvæmlega - en við gerum samt tilraun. Sláum á meðalhita sólarhringsins í Stykkishólmi (frekar en lágmarkshitann) og reiknum vik hans frá meðalhita sama almanaksdags á árunum 1931 til 2010 (80 ár) - og breytum í staðalvik (svona til að gefa öðrum árstímum möguleika).
Hinn 22.febrúar var kaldastur daganna í kastinu 1855 (að þessu máli), -5,6 staðalvik undir meðallagi. Lægsti lámarkshitinn mældist hins vegar að morgni þess 25., -24,5°C - þá var hitinn í loftvogarherberginu (innandyra) í Norska húsinu -14°C. Lágmarkshitinn var lægri en -20 stig 4 daga í röð.
Á öllu tímabilinu síðan hafa komið aðeins 9 kaldari dagar í Hólminum, tveir í janúar 1918 (frostaveturinn mikla) og sjö frostaveturinn 1880 til 1881. Kaldast varð 21.janúar 1918. Önnur ár sem eiga fulltrúa á lista 20 köldustu daga eru 1859 (19.apríl), 1888 (27.mars) og 1892 (8.mars).
Kuldinn varð ekki alveg jafn óvenjulegur 1855 í Hvammi í Dölum eins og í Stykkishólmi (en engar lágmarksmælingar voru þó gerðar þar). Aftur á móti var staðan mjög óvenjuleg í Vestmannaeyjum, þar fór frostið á mæli séra Jóns Austmann í -20 stig - hann segir að mælikvarðinn hafi ekki náð neðar en kvaðst viss um að frostið hafi orðið meira.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 20
- Sl. sólarhring: 214
- Sl. viku: 985
- Frá upphafi: 2420869
Annað
- Innlit í dag: 15
- Innlit sl. viku: 864
- Gestir í dag: 15
- IP-tölur í dag: 15
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.