14.8.2020 | 17:37
Um háan næturhita
Mjög hlýtt er austanlands þessa dagana og margir hafa tekið eftir því að síðastliðna nótt var mjög hlýtt langt frameftir kvöldi og fram á nótt á þeim slóðum. Í fljótu bragði sýnist þó að lands- eða landshlutamet hafi ekki verið slegin hvað slík næturhlýindi varðar. - En nóttin (aðfaranótt þ.14.) er þó ekki komin í sarpinn þegar þetta er ritað.
Fyrir 8 árum birtist hér á hungurdiskum stuttur pistill þar sem fjallað var um háan lágmarkshita. Hér verður hann rifjaður upp með smáviðbót og breytingum.
Ísland er norðarlega á hnettinum. Dægursveifla hita er þó mikil hér á landi og yfirgnæfir oftast hitasveiflur sem eiga sér aðrar ástæður. En - samspil vinds, fjalla og ákafs aðstreymis af hlýju lofti getur stöku sinnum valtað yfir dægursveifluna. Slíkt gerist reyndar helst að vetrarlagi - þegar sólarylur kemst ekkert að.
Eftir því sem næst verður komist er hæsti hiti sem lesinn hefur verið af lágmarksmæli hér á landi kl.9 að morgni 20,4 stig. Þetta var á Seyðisfirði 22. júlí árið 2000. Næsta mæling á undan var kl.21 daginn áður. Þetta er hæsta næturlágmark landsins. En lágmarkshiti beggja daganna, 21. og 22. júlí, var þó lægri en þetta [16,5 stig þann 21. og 17,0 þann 22.] - hitabylgjan stóð ekki nægilega lengi og hitti ekki nægilega vel í sólarhringinn til þess að gera þetta að hæsta lágmarkshita sólarhrings á landinu. Hvað á eiginlega að gera í svona máli?
Hæsta sólarhringslágmarkið sem enn hefur fundist mældist á Vatnsskarðshólum í hitabylgjunni frægu 11. ágúst 2004, 19,5 stig. Á sjálfvirku stöðinni á sama stað var lágmarkshitinn 19,8 stig [sé miðað við sams konar sólarhring, kl.18 til 18]. Hvor talan á að teljast Íslandsmetið (með greini)? Sé miðað við hefðbundinn sólarhring (0 til 24) er hæsti lágmarkshiti á Vatnsskarðshólum þessa daga 18,6 stig (þann 11.) - hiti fór niður fyrir 20 stig eftir kl.21 um kvöldið. Þann 30.júní árið 2000 var lægsti hiti sólarhringsins á Reykjahlíð við Mývatn 19,4 stig (sólarhringurinn þar er frá kl.21 til 21). Þann 25.júlí árið 1955 var lágmarkshiti í Fagradal í Vopnafirði 18,4 stig - mikil hitabylgja gekk þá yfir landið norðaustan- og austanvert en syðra haugrigndi (rétt eins og í gær, 13.ágúst).
Í ágústhitabylgjunni 2004 var lágmarkshiti sólarhringsins 10.ágúst 20,1 stig á stöð Vegagerðarinnar við Þrengslaveg. Vegagerðarstöðvarnar mæla hita á 10-mínútna fresti, á stöðvum Veðurstofunnar er slíkt gildi í raun meðaltal mælinga 2 mínútna (til samræmis við ætlaðan viðbragðstíma kvikasilfursmæla). Lágmarkshiti á stöðvum Veðurstofunnar er færður í skrár á 10-mínútna fresti, lægsta tala fimm tveggja mínútna mælitímabila undangenginna 10-mínútna. Á Vegagerðarstöðunum vitum við ekki hvort hiti einhvera hinna fjögurra 2-mínútna bila sem lenda á milli 10-mínútna mælinganna hafa sýnt hærri eða lægri gildi heldur en 10-mínútnagildin til beggja handa hvort um sig. Ákveðnar líkur eru á því. Við vitum heldur ekki hvort Vegagerðarstöðvarnar miðuðu í raun og veru við 2-mínútur árið 2004 - mögulega eitthvað annað. Lágmarkið áðurnefnda í Þrengslum, 20,1 stig, hefði því kannski orðið 20,0 eða 19,9 hefði enga mælingu vantað. En þetta er svosem sparðatíningur miðað við fjölmarga aðra óvissuþætti hámarks- og lágmarkshitamælinga.
Miðað við rétta skiptingu sólarhringsins er hæsta lágmarkið sem við vitum um á sjálfvirku stöðvunum 18,7 stig. Það var á Þingvöllum 10.ágúst 2004 (enn þeirri sömu hitabylgju). Hæsti júlílágmarkshitinn á sjálfvirku stöðvunum er 17,2 stig, mældist á Siglufirði 22.júlí árið 2000 (sama dag og metið var á Seyðisfirði).
Hungurdiskar hafa oft minnst á hæsta lágmarkshita Reykjavíkur, 18,2 stig sem mældust 31. júlí 1980. Makalaus nótt - ritstjóri hungurdiska var þá á næturvakt. Metið á Akureyri er 17,2 stig, sett 9.ágúst 2012 (hlýindin þá urðu tilefni eldri bloggpistils). Á Krossanesbrautinni var lágmarkið þá 16,4 stig (en sólarhringurinn frá 0-24).
En höfum þó í huga að ekki hefur verið farið í saumana á öllum lágmarks- og hámarksmælingum einstakra daga á árunum fyrir 1949. Það er vonandi að íslensk veðurnörd reyni að standa sig í því seinlega verki - en það er ekki auðvelt að komast að samanburðarhæfri niðurstöðu - reglur um skráningu hámarks- og lágmarkshita voru með öðrum hætti og slíkir mælar mun færri.
Í viðhenginu eru listar yfir hæsta sólarhringslágmarkshita á landinu í öllum almanaksmánuðum. Nördin munu leggjast yfir þá.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.11.): 397
- Sl. sólarhring: 403
- Sl. viku: 2659
- Frá upphafi: 2410648
Annað
- Innlit í dag: 313
- Innlit sl. viku: 2344
- Gestir í dag: 283
- IP-tölur í dag: 268
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.