Öflugt kerfi

Á fimmtudaginn fer kröftug lægð til austurs nokkuð fyrir norðan land. Henni fylgir bæði vindur og úrkoma - og e.t.v. verður mjög hlýtt um stund um landið austanvert. Þetta gengur hratt hjá, en kerfið er nægilega öflugt til þess að nokkuð spennandi verður að fylgjast með atburðum í kjölfarið - hvort breyting verður á veðurlagi eða hvort allt fer í svipað far aftur og aðallega hefur verið nú að undanförnu. 

w-blogg110820a

Kortið er úr ranni evrópureiknimiðstöðvarinnar. Heildregnar línur sýna hæð 500 hPa-flatarins, af þeim má ráða vindátt og vindhraða í rúmlega 5 km hæð, en litir sýna þykktina, hún mælir hita í neðri hluta veðrahvolfs. Og svo sannarlega er það hlýtt loft sem fýkur hjá. Við sjáum að þykktin yfir landinu austanverðu á að fara yfir 5640 metra og reyndar má á nákvæmari kortum sjá 5660 metra sem er með því hæsta sem sést hér við land. Ekki er alveg víst að þessi þykktarspá standist - hún byggir ekki aðeins á aðstreymi hlýinda (sem er raunverulegt) heldur líka lögun landsins í líkaninu og hvernig hún magnar hlýindi hlémegin landsins - ekki víst að þar sé allt með felldu. 

En það er allt í lagi að benda á þetta - og jafnframt að mættishitaspá í 850 hPa er einnig með allra hæsta móti, 30 stig. En spár um hámarkshita í mannheimum eru öllu lægri og trúlega raunsæjar. En miði er möguleiki - eins og sagt er. 

Svo er aftur spurning hvað gerist í framhaldinu - þetta spark sem háloftahringrásin fær - nægir það til að veðurlag breytist? Við vitum ekkert um það enn - framtíðarreikningar eru út og suður (eins og oftast). 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • w-blogg211224b
  • w-blogg211224
  • w-blogg121224
  • w-blogg111224a
  • w-blogg101224b

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 91
  • Sl. sólarhring: 236
  • Sl. viku: 1056
  • Frá upphafi: 2420940

Annað

  • Innlit í dag: 83
  • Innlit sl. viku: 932
  • Gestir í dag: 82
  • IP-tölur í dag: 81

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband