Fyrstu tíu dagar ágústmánaðar

Meðalhiti í Reykjavík fyrstu tíu daga ágústmánaðar er 10,9 stig, -0,7 stigum neðan meðaltals sömu daga 1991 til 2020 og einnig neðan meðaltals síðustu tíu ára og í 18.hlýjasta sæti (af 20) á öldinni. Það sem af er öldinni voru dagarnir tíu kaldastir árið 2013, meðalhiti þá 10,4 stig, en hlýjastir voru þeir árið 2003, meðalhiti 13,5 stig. En ágúst hefur oftast verið hlýr á þessari öld. Á langa listanum er hitinn nú í 84.sæti (af 146), á þeim lista eru sömu dagar 2003 líka hlýjastir (ásamt 1944), en kaldastir voru þeir 1912, meðalhiti aðeins 6,4 stig.

Á Akureyri er meðalhiti dagana tíu 12,8 stig, +1,4 stigum ofan meðallags áranna 1991 til 2020, en +2,1 stigi ofan meðallags síðustu tíu ára [en hefur mjög oft verið hærri].

Hitanum hefur verið nokkuð misskipt. Á Suðurlandi er hitinn nú í 17.hlýjasta sæti aldarinnar og 16.hlýjasta við Faxaflóa. Aftur á móti eru dagarnir tíu þeir fjórðuhlýjustu á Austurlandi að Glettingi. Sé litið til einstakra stöðva er jákvæða vikið miðað við síðustu tíu ár mest á Skjaldþingsstöðum, þar er hiti +3,6 stig ofan meðallags, en neikvæða vikið er mest -1,7 stig á Garðskagavita.

Úrkoma í Reykjavík hefur mælst 39,2 mm, nálægt tvöfalt meðallag, en 27,2 mm á Akureyri, meir en tvöfalt meðallag.

Sólskinsstundir hafa mælst aðeins 12,1 í Reykjavík og hafa aðeins einu sinni verið færri fyrstu tíu daga ágústmánaðar, það var 1916.

Loftþrýstingur hefur verið sérlega lágur þessa tíu daga, hefur aðeins einu sinni verið lægri síðustu 200 árin. Það var 1842, hann var jafnlágur 1876 - og ómarktækt hærri en nú 1867 og 1950.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • w-blogg121124a
  • w-blogg101124c
  • w-blogg101124b
  • w-blogg101124a
  • w-blogg081124d

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.11.): 267
  • Sl. sólarhring: 325
  • Sl. viku: 2529
  • Frá upphafi: 2410518

Annað

  • Innlit í dag: 210
  • Innlit sl. viku: 2241
  • Gestir í dag: 193
  • IP-tölur í dag: 184

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband