Óvenjudjúp lægð við Svalbarða

Nú er óvenjudjúp lægð við Svalbarða. Evrópureiknimiðstöðin segir þrýsting í lægðarmiðju vera um 958 hPa. Þetta er ekki algengt í maí. Lágþrýstimet maímánaðar hér á landi er 967,3 hPa, sett á Stórhöfða í Vestmannaeyjum þann 13. árið 1956. 

w-blogg130520a

Að auki er mikil hæð yfir „vestanverðu“ Norðuríshafi, 1042 hPa - ekki nærri því eins sjaldséð og lægðarþrýstingurinn - en samt. Lægðin grynnist á morgun og hreyfist til vesturs og síðar suðvesturs. Norðvestanvinds frá henni á að verða vart við Norðausturland á fimmtudagskvöld eða föstudag - en verður ekki sérlega mikill. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér sýnist spáin gera ráð fyrir norðanstrekkingi og éljum norðaustanlands á laugardag og kannski víðar um land. Það þýðir væntanlega að áhrifana frá Svalbarðslægðinni gæti þá mest, henni seinkar sem sé. 
Svo er verið að spá frosti um nær allt land um helgina, þannig að áhrifin frá þessari lægð verða mikil.

Torfi Stefánsson (IP-tala skráð) 13.5.2020 kl. 07:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg200125c
  • w-blogg200125g
  • w-blogg200125f
  • w-blogg200125e
  • w-blogg200125d

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 30
  • Sl. sólarhring: 128
  • Sl. viku: 2477
  • Frá upphafi: 2434587

Annað

  • Innlit í dag: 27
  • Innlit sl. viku: 2201
  • Gestir í dag: 27
  • IP-tölur í dag: 25

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband