Veturinn - meðalvindhraði og loftþrýstingur

Eins og fram hefur komið var veturinn 2019 til 2020 illviðrasamur. Meðalvindhraði var hærri en algengast er og loftþrýstingur lægri. Við lítum á tölurnar og berum saman.

w-blogg010420a

Við eigum sæmilega áreiðanlegar vindhraðatölur fyrir landið aftur til 1949 - ekki nægilega nákvæmar þó til að vit sé að reikna leitni fyrir tímabilið. Eins og sjá má af myndinni var meðalvindhraði nú meiri en oftast áður, 7,2 m/s, var ámóta bæði 2013 til 2014 og 2014 til 2015, en annars mun meiri en hefur verið yfirleitt á þessari öld. 

Við sjáum að nokkur fyrri tímabil skera sig líka úr, þar með talið árin 1988 til 1995, en alla þá vetur var meðalvindhraði á landinu svipaður og nú. 

Loftþrýstimælingar eru sæmilega áreiðanlegar allt að 200 ár aftur í tímann. Reiknuð leiti þrýstingsins er þó svo lítil að hún er ekki marktæk miðað við mælinákvæmnina.

w-blogg010420b

Ekki mikla reglu að sjá, háþrýsti- og lágþrýstivetur skiptast á með mjög óreglulegum hætti. Þó má greina nokkra klasa. Frá 2013 hefur vetrarþrýstingur verið lágur á langtímavísu, rétt eins og hann var um 1990 og reyndar líka snemma á 20.öld. Sömuleiðis var vetrarþrýstingur oftast hár á sjöunda áratug 20.aldar. 

Meðalþrýstingurinn nú er í hópi þeirra lægstu, en var þó sjónarmun lægri 2013 til 2014 og bæði 1988 til 1989 og 1989 til 1990. Það rifjast enn upp fyrir ritstjóra hungurdiska hversu hissa hann var á því hversu lágur þrýstingur var 1988 til 1989 - langt neðan við það sem hann hafði upplifað á eigin skinni fram að þeim tíma og lægsti vetrarþrýstingur frá 1920 - en nú eru þessir lágþrýstivetur „allt í einu“ orðnir 4 á rúmum 30 árum - hafði enginn verið á nærri 70. 

Nú spyrja menn sjálfsagt hvort við fáum líka lágþrýstisumar. Því er til að svara að enga reglu er að sjá í því. Framtíðin er frjáls. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • w-blogg211224b
  • w-blogg211224
  • w-blogg121224
  • w-blogg111224a
  • w-blogg101224b

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 38
  • Sl. sólarhring: 229
  • Sl. viku: 1003
  • Frá upphafi: 2420887

Annað

  • Innlit í dag: 32
  • Innlit sl. viku: 881
  • Gestir í dag: 32
  • IP-tölur í dag: 32

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband