Sumarið 2019 (eftir gamla tímatalinu)

Ritstjóri hungurdiska óskar lesendum og landsmönnum öðrum velfarnaðar á komandi vetri - en á morgun (laugardag 26.október) er fyrsti vetrardagur. Við lítum hér á meðalhita nýliðins sumars í Reykjavík og á Akureyri. Taflan sýnir röð frá hæsta til lægsta meðalhita á hvorum stað á þessari öld, 19 sumur (ósköp er tíminn fljótur að líða).

w-blogg261019a

Tölurnar verða læsilegri sé myndin stækkuð sérstaklega. Við sjáum að sumarið var mjög hlýtt í Reykjavík, meðalhiti þess 9,8 stig, nokkuð lægri en hann var 2010 og litlu hærri en 2016. Sumarið í fyrra, 2018 er neðst, meðalhiti þess 7,8 stig, rétt neðan við 2013. 

Á Akureyri var sumarhitinn í ár í meðallagi aldarinnar, 8,4 stig - og í 9. hlýjasta sæti. Hlýjast var á Akureyri sumarið 2014, meðalhiti þá 9,5 stig. Kaldast var á Akureyri sumarið 2005, meðalhiti 7,3 stig, en næstkaldast 2015. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Nýjustu myndir

  • w-blogg220225e
  • w-blogg220225d
  • w-blogg220225c
  • w-blogg220225b
  • w-blogg220225a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.2.): 195
  • Sl. sólarhring: 220
  • Sl. viku: 1695
  • Frá upphafi: 2447848

Annað

  • Innlit í dag: 180
  • Innlit sl. viku: 1539
  • Gestir í dag: 164
  • IP-tölur í dag: 162

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband