Óvenjudjúp lćgđ - miđađ viđ árstíma

Nú (föstudagskvöld 12.apríl) er bćđi hvasst og hlýtt á landinu. Hvassviđriđ hefur raskađ flugi um Keflavíkurflugvöll í dag - enn eitt dćmi um athyglisvert samspil nútímalifnađarhátta og veđurs - fyrir ekki svo löngu hefđi kostnađur og vesen vegna nákvćmlega sams konar hvassviđris ekki veriđ teljandi. - En vindurinn heldur áfram ađ blása og síđdegis á morgun, laugardag 13.apríl, fer ađ gćta áhrifa nýrrar lćgđar suđvestur í hafi. Sú er ţegar ţetta er ritađ um ţađ bil ađ leggja í óđadýpkun, meir en 35 hPa á sólarhring. 

w-blogg130419a

Evrópureiknimiđstöđin segir miđjuţrýstinginn fara niđur í 946 hPa síđdegis. Viđ virđumst eiga ađ sleppa viđ versta veđriđ - en nógu hvasst verđur samt - sé ađ marka spár. Ţađ er athyglisvert ađ spár hafa síđustu daga gert meira og meira úr lćgđinni sjálfri - en smám saman gert minna úr úrkomunni sem fylgir henni hér á landi. Mikill fjöldi dćgurhámarkshitameta féll á veđurstöđvum í dag, m.a. bćđi í Reykjavík (11,9 stig) og á Akureyri (15,1 stig). Gamla Akureyrardćgurmetiđ (14,6 stig) er frá 1967 - ađeins 6 dögum síđar, ţann 18., fór frostiđ á Akureyri í -14,8 stig - eftirminnileg umskipti fyrir ţá sem ţađ muna. 

Ţó eitthvađ dragi aftur úr hvassviđrinu á sunnudaginn eru fleiri lćgđir - grynnri ţó - í sjónmáli fram eftir nćstu viku. 

Ţađ er ekki mjög oft sem lćgđir fara niđur í 946 hPa í apríl - íslandsmetiđ í lágţrýstingi er 951,0 hPa sett á Bergstöđum í Skagafirđi ţann 11. áriđ 1990 og ómarktćkt hćrri (951,3 hPa) á Dalatanga ţann 3. áriđ 1994. Ţrýstingur virđist hafa fariđ niđur fyrir 950 hPa í lćgđinni 1994 ţó ekki mćldist svo lágur á stöđvunum - hefđi e.t.v. gert ţađ viđ sambćrilegar ađstćđur nú ţegar mćlt er samfelldara og ţéttara. Ekki er vitađ um nema ţrjú önnur tilvik međ lćgri ţrýstingi en 960 hPa í apríl hér á landi (1947, 1897 og 1904). 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Á mađur ekki bara ađ halda sig innandyra?

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 13.4.2019 kl. 19:12

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Getur ţetta veriđ af mannavöldum-tongue-out

Helga Kristjánsdóttir, 14.4.2019 kl. 00:57

3 identicon

Hún var víst óvenjudjúp ţessi og vorkenni ég fólki sem lenti í ađ bíđa á flugvellinum. Misskipt var veđur međ eindćmum. Eg var ađ vinna alla vikuna á mínum heimaslóđum í Skagafirđi viđ ţannig vinnu ađ ekki mátti gola mikiđ. Til allrar lukku var logn nánast alla vikuna en tók ađ gola ađeins úr suđri í gćr en aldrei varđ hvasst. Hiti var líka međ miklum ágćtum (óopinberi mćlirinn minn sýndi mest 17,0 gráđur) í gćr sem er ágćtt fyrir miđjan apríl. 

Hjalti Ţórđarson (IP-tala skráđ) 14.4.2019 kl. 14:18

4 identicon

Af manna völdum? Fyrr á öldum urđu svona veđur víst af manna völdum. Gjörningaveđur, svo nefnd.  

Baldur Gunnarsson (IP-tala skráđ) 15.4.2019 kl. 10:30

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Des. 2024
S M Ţ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • w-blogg211224b
  • w-blogg211224
  • w-blogg121224
  • w-blogg111224a
  • w-blogg101224b

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 20
  • Sl. sólarhring: 214
  • Sl. viku: 985
  • Frá upphafi: 2420869

Annađ

  • Innlit í dag: 15
  • Innlit sl. viku: 864
  • Gestir í dag: 15
  • IP-tölur í dag: 15

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband