13.4.2019 | 02:09
Óvenjudjúp lægð - miðað við árstíma
Nú (föstudagskvöld 12.apríl) er bæði hvasst og hlýtt á landinu. Hvassviðrið hefur raskað flugi um Keflavíkurflugvöll í dag - enn eitt dæmi um athyglisvert samspil nútímalifnaðarhátta og veðurs - fyrir ekki svo löngu hefði kostnaður og vesen vegna nákvæmlega sams konar hvassviðris ekki verið teljandi. - En vindurinn heldur áfram að blása og síðdegis á morgun, laugardag 13.apríl, fer að gæta áhrifa nýrrar lægðar suðvestur í hafi. Sú er þegar þetta er ritað um það bil að leggja í óðadýpkun, meir en 35 hPa á sólarhring.
Evrópureiknimiðstöðin segir miðjuþrýstinginn fara niður í 946 hPa síðdegis. Við virðumst eiga að sleppa við versta veðrið - en nógu hvasst verður samt - sé að marka spár. Það er athyglisvert að spár hafa síðustu daga gert meira og meira úr lægðinni sjálfri - en smám saman gert minna úr úrkomunni sem fylgir henni hér á landi. Mikill fjöldi dægurhámarkshitameta féll á veðurstöðvum í dag, m.a. bæði í Reykjavík (11,9 stig) og á Akureyri (15,1 stig). Gamla Akureyrardægurmetið (14,6 stig) er frá 1967 - aðeins 6 dögum síðar, þann 18., fór frostið á Akureyri í -14,8 stig - eftirminnileg umskipti fyrir þá sem það muna.
Þó eitthvað dragi aftur úr hvassviðrinu á sunnudaginn eru fleiri lægðir - grynnri þó - í sjónmáli fram eftir næstu viku.
Það er ekki mjög oft sem lægðir fara niður í 946 hPa í apríl - íslandsmetið í lágþrýstingi er 951,0 hPa sett á Bergstöðum í Skagafirði þann 11. árið 1990 og ómarktækt hærri (951,3 hPa) á Dalatanga þann 3. árið 1994. Þrýstingur virðist hafa farið niður fyrir 950 hPa í lægðinni 1994 þó ekki mældist svo lágur á stöðvunum - hefði e.t.v. gert það við sambærilegar aðstæður nú þegar mælt er samfelldara og þéttara. Ekki er vitað um nema þrjú önnur tilvik með lægri þrýstingi en 960 hPa í apríl hér á landi (1947, 1897 og 1904).
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 13
- Sl. sólarhring: 156
- Sl. viku: 1934
- Frá upphafi: 2412598
Annað
- Innlit í dag: 13
- Innlit sl. viku: 1687
- Gestir í dag: 12
- IP-tölur í dag: 12
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Á maður ekki bara að halda sig innandyra?
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 13.4.2019 kl. 19:12
Getur þetta verið af mannavöldum-
Helga Kristjánsdóttir, 14.4.2019 kl. 00:57
Hún var víst óvenjudjúp þessi og vorkenni ég fólki sem lenti í að bíða á flugvellinum. Misskipt var veður með eindæmum. Eg var að vinna alla vikuna á mínum heimaslóðum í Skagafirði við þannig vinnu að ekki mátti gola mikið. Til allrar lukku var logn nánast alla vikuna en tók að gola aðeins úr suðri í gær en aldrei varð hvasst. Hiti var líka með miklum ágætum (óopinberi mælirinn minn sýndi mest 17,0 gráður) í gær sem er ágætt fyrir miðjan apríl.
Hjalti Þórðarson (IP-tala skráð) 14.4.2019 kl. 14:18
Af manna völdum? Fyrr á öldum urðu svona veður víst af manna völdum. Gjörningaveður, svo nefnd.
Baldur Gunnarsson (IP-tala skráð) 15.4.2019 kl. 10:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.