Hálfur mars

Hálfur mars. Meðalhiti fyrstu 15 daga mánaðarins er 0.8 stig í Reykjavík, það er +0,1 stigi ofan við meðallag áranna 1961-1990, en -0,3 neðan meðallags sömu daga síðustu tíu árin. Hitinn er því í 12.hlýjasta sæti (af 19) á öldinni. Hlýjastir voru dagarnir 2004, meðalhiti þá var +6,0 stig, en kaldastir voru þeir 2002, meðalhiti -1,1 stig. Á langa listanum (145 ár) er hitinn í 63.sæti, sömu dagar 1964 eru efstir á listanum, meðalhiti +6,6 stig (eins og á miðju vori), en kaldastir voru sömu dagar 1891, meðalhiti -7,7 stig.

Meðalhiti dagana 15 á Akureyri er -1,8 stig, -0,8 neðan meðallags áranna 1961-1990, en -1,8 stigum neðan meðallags síðustu tíu ára.

Hiti er neðan meðallags síðustu tíu ára víðast hvar á landinu, mest -2,8 stig neðan þess í Svartárkoti, en ofan á fáeinum stöðvum, mest +0,6 stig á Raufarhöfn.

Úrkoma í Reykjavík hefur mælst 35,8 mm og er það um þrír fjórðu hlutar meðallags sömu daga. Á Akureyri hefur úrkoman mælst 19,6 mm - það er nærri meðallagi.

Sólskinsstundir hafa mælst 65,8 í Reykjavík það sem af er mánuði, rúmlega 20 stundum umfram meðallag, það átjándamesta sem vitað er um sömu daga. Flestar voru sólskinsstundirnar fyrri hluta marsmánaðar 1962, 134,7, en fæstar 1929, aðeins 9,1.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er ekki margt í hitafarinu það sem af er mars, sem minnir á hnattræna hlýnun. Hitinn (kuldinn réttara sagt) fyrir norðan er næstum tveimur gráðum fyrir neðan meðallag síðustu tíu ára og nærri einni gráðu lægri en á kuldatímabilinu ´61-´90! 
Það er rétt aðeins suðvesturhornið sem heldur í horfinu en þar er engin hlýnun heldur. Athyglisvert að lítil sem ekkert hefur hlýnað í marsmánuði á þessari öld frá kuldatímabilinu áðurnefnda. Meðalhitinn í mars á þessari öld á landinu öllu er aðeins 0,7 stig og verður eflaust talsvert fyrir neðan það þennan marsmánuð. Og ekki verið að spá hita næstu tíu daganna, heldur þvert á móti.
Krakkarnir sem hafa verið að mótmæla hnattrænni hlýnun undanfarið virðast hafa þetta á tilfinningunni, amk sum hver. Ein stelpan talaði um að það þyrfti að varðveita plánetuna fyrir afkomendurnar, þ.e. ekki fyrir sig tíu ára barnið, heldur væntanleg börn hennar! Óvitlaus sú litla!

Torfi Stefánsson (IP-tala skráð) 16.3.2019 kl. 11:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • w-blogg211224b
  • w-blogg211224
  • w-blogg121224
  • w-blogg111224a
  • w-blogg101224b

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 16
  • Sl. sólarhring: 211
  • Sl. viku: 981
  • Frá upphafi: 2420865

Annað

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 862
  • Gestir í dag: 13
  • IP-tölur í dag: 13

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband