Eindregin hlýindaspá

Evrópureiknimiðstöðin segir okkur nú að næsta vika (18. til 24.febrúar) verði mjög hlý í neðri hluta veðrahvolfs. Snjóbráðnun, úrkoma, neikvæður geislunarjöfnuður og kannski fleira draga að vísu fáeinar tennur úr hlýindunum í mannheimum. En lítum á spákortið.

w-blogg140219a 

Jafnhæðarlínur 500 hPa-flatarins eru heildregnar (sýna eindregna sunnanátt í háloftum), jafnþykktarlínur eru strikaðar (ósköp daufar), en þykktarvik eru sýnd með litum - kvarðinn skýrist nokkuð sé kortið stækkað.

Mjög mikil jákvæð vik eru sýnd við Ísland og þar austur af - hiti í neðri hluta veðrahvolfs meir en 5 stig ofan meðallags árstímans. Aftur á móti er mikil kuldastroka við Nýfundnaland, neikvæð vik þar um -9 stig þar sem mest er - ekki fjarri jaðri Golfstraumsins, mikið orkuskiptafyllerí fyrirséð þar um slóðir.

Nú er auðvitað langt í frá víst að þessi (safn)spá rætist - við vitum sem best að þær gera það ekki alltaf.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • w-blogg211224b
  • w-blogg211224
  • w-blogg121224
  • w-blogg111224a
  • w-blogg101224b

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 19
  • Sl. sólarhring: 213
  • Sl. viku: 984
  • Frá upphafi: 2420868

Annað

  • Innlit í dag: 14
  • Innlit sl. viku: 863
  • Gestir í dag: 14
  • IP-tölur í dag: 14

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband