Fjölbreytt vindafar

Ţannig hagar til ađ á spákorti sem gildir um hádegi á morgun (mánudag 21.janúar) má sjá fjölbreyttar gerđir vindrasta nćrri landinu. Tćkifćri er ţví til minniháttar umfjöllunar. Kortiđ sem um rćđir er spá harmonie-líkans Veđurstofunnar um vind í 100 metra hćđ umhverfis landiđ. Textinn hér á eftir er nokkuđ tyrfinn - og í sjálfu sér er ekkert fjallađ um veđurspá morgundagsins. Ţeir sem ekki vilja lesa erfiđan texta geta ţví sparađ sér framhaldiđ. 

w-blogg200119a

Örvar benda á vindrastirnar - eđli ţeirra allra er nokkuđ misjafnt. [1] Viđ sjáum dćmigerđa „stífluröst“ viđ Norđaustur-Grćnland. Ţar ryđst kalt loft úr norđaustri undir hlýrra lloft sem sćkir ađ úr suđaustri. Ţessi röst nćr ekki hátt upp í veđrhvolfiđ - er í flokki ţeirra „lágu“ eđa grunnu. Mjög algengur illviđravaldur hér á landi. Rastir sem ţessar verđa til ţegar hitamunur mill stađa er mikill neđarlega í veđrahvolfi - viđ tölum um mikinn ţykktarbratta - en enginn samhliđa háloftavindur vegur á móti.   

[2] Suđaustanátt í „hlýjum geira“ lćgđakerfis. Hún er ekki öflug hér, en er samt tengd sterkum háloftaröstum - einskonar vindhes lafir niđur úr meginröst ofan viđ. Hún er ţví í flokki „hárra“ rasta. Hér er ţykktarbratti neđarlega í veđrahvolfi nánast enginn undir háloftaröstinni. Mörg sunnan- og suđaustanveđur hér á landi eru ţessarar gerđar - og stöku veđur af öđrum áttum.

[3] Röstin sem hér er skammt sunnan viđ land (og erfiđast er fyrir reiknilíkaniđ ađ eiga viđ) er orđin til viđ ţađ ađ kalt loft hefur náđ ađ „hringa“ hlýrra loft. Rétt eins og í stíflunni verđur vindurinn til viđ mikinn hitamun í lćgri lögum veđrahvolfs. Sé einhver háloftavindur úr sömu átt bćtir í hann í neđri lögum (öfugt viđ ţađ sem algengast er). 

[4] Vestanátt sunnan lćgđar - en undir háloftaröst. Hér er líka um hes úr hćrri röst ađ rćđa.

[5] Á kortinu má líka sjá hvassa rönd ţar sem vindur fellur ofan af Vatnajökli. Ţessi röst er landslagsbundin og smá um sig - landslag veldur mögnun á vindi. Viđ látum hana vera ađ ţessu sinni.

Nćsta mynd sýnir stöđuna í 700 hPa um hádegi á morgun, í tćplega 3 km hćđ frá jörđu.

w-blogg200119c

Litir sýna hita. Jafnhćđarlínur 700 hPa-flatarins eru heildregnar, en vindur sýndur međ hefđbundum vindörvum. Hér má sjá ađ suđaustanátt rastar 2 ţekur röst 1 alveg - röst 1 er öll neđan viđ ţessa hćđ. Viđ sjáum ađ hlýtt svćđi teygir sig norđur á bóginn međ röst 2, kaldara er til beggja handa. Ţar sem hitabratti er enginn undir háloftaröst fćr hún ađ teygja sig niđur í friđi. Svipađ á sér stađ í röst 4. Viđ sjáum ađ jafnhitalínur og jafnhćđarlínur liggja ţvert hvor á ađra - líka tćkifćri fyrir háloftavind ađ teygja sig í átt til jarđar. 

Hér sést hlýi bletturinn norđan viđ röst 3 mjög vel - kaldara loft allt um kring. Hann veldur ţví ađ vindur vex í átt til jarđar - en minnkar ekki. Hámarksvindhrađi er vćntanlega í 1 til 2 km hćđ - eins og gerist í lágröstum. 

Viđ sjáum ţetta líka á hćđar og ţykktarkortinu hér ađ neđan.

w-blogg200119b

Ţykktin er sýnd í lit, en jafnhćđarlínur 500 hPa-flatarins eru heildregnar. Hér sést vel hvernig lágröstin viđ Norđaustur-Grćnland er búin til af ţykktarbratta (ţéttir litir) - en vindátt í háloftum allt önnur. Röst 2 er á svćđi ţar sem háloftavindur er stríđur, en ţykktarbratti lítill - tćkifćri fyrir háloftaröstina ađ teygja sig í átt til jarđar. Röst 4 sömuleiđis, háloftavindur stríđur, en ţykktarbratti lítill. Röst ţrjú er öđru vísi. Háloftavindur er nokkur, en ţykktarbrattinn bćtir í vind í neđri lögum - öfugt viđ ţađ sem algengast er. Venjulega fylgir kalt loft lágum flötum, en hlýtt háum - hér hlýnar inn ađ fallandi ţrýstihćđ. 

Ekki alveg einfalt, en áhugamenn um veđur ćttu samt ađ gefa ţessum mismunandi rastargerđum gaum - jafnvel reyna ađ sjá ţćr fyrir sér. Ţađ var alla vega gaman ađ sjá svona margar gerđir saman á litlu svćđi - og svona hreinar. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Jan. 2025
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg010125i
  • w-blogg010125
  • w-blogg271224a
  • w-blogg271224aa
  • w-blogg261224ia

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.1.): 965
  • Sl. sólarhring: 1109
  • Sl. viku: 3355
  • Frá upphafi: 2426387

Annađ

  • Innlit í dag: 860
  • Innlit sl. viku: 3016
  • Gestir í dag: 840
  • IP-tölur í dag: 774

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband