19.1.2019 | 02:15
Umhleypingar áfram - en samt fremur vægir
Lægðir renna hjá þessa dagana hver á fætur annarri. Þær eru þó ekki mjög illkynja miðað við árstíma - þó dæmigerðar séu.
Kortið sýnir spá evrópureiknimiðstöðvarinnar um stöðu lægða og hæða um hádegi á sunnudag. Lægðin fyrir norðan land fer hjá á morgun, laugardag. Henni fylgir mjög skammvinnt sunnanhvassviðri og rigning - síðan lygnir nokkuð snögglega og gæti þá snjóað töluvert á stuttum tíma - loftið sem fylgir er komið frá Kanada og við tekur útsynningur - ekki mjög afgerandi þó.
Þegar líður á sunnudag nálgast svo næsta kerfi - eins og sjá má á kortinu. Þá hvessir aftur af suðri með rigningu - það stendur heldur ekki lengi og aftur tekur við éljaloft frá Kanada.
Hér má sjá spá um þykkt (heildregnar línur) og hita í 850 hPa fletinum á mánudag kl.6 að morgni. Þykktin er mælir hita í neðri hluta veðrahvolfs - því meiri sem hún er því hlýrra er loftið. Við sjáum að skil eru yfir landinu á myndinni - þykktin austanlands er um 5320 metrar - það samsvarar um 3 til 4 stiga hita í neðstu lögum (kannski meira í aflandsvindi eystra). Mikil þykktarbratti er yfir landinu - og við vesturströndina er þykktin komin niður í um 5160 metra - það dugir í -2 til -4 stiga frost - meira inn til landsins þegar vindur gengur niður - en minna þar sem sjórinn hitar baki brotnu og vindur stendur af honum.
Þessar tvær lægðir ná sum sé ekki að skafa upp mjög mikið af hlýju lofti sunnan úr höfum - og ekki heldur að koma hingað verulegum kulda úr norðri. - Enn einn mjói hlýindafleygurinn á síðan að koma síðar í næstu viku - og kannski fleiri. En eins og hér var rætt fyrir nokkrum dögum eru reiknimiðstöðvar á miklu flökti og flugi með framhaldið - og varla rétt að ræða það að sinni.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.1.): 963
- Sl. sólarhring: 1109
- Sl. viku: 3353
- Frá upphafi: 2426385
Annað
- Innlit í dag: 858
- Innlit sl. viku: 3014
- Gestir í dag: 838
- IP-tölur í dag: 772
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.