3.1.2019 | 23:43
Úr heiðhvolfinu
Á samfélagsmiðlum þar sem fjallað er um veður hafa fregnir af heiðhvolfinu verið nokkuð áberandi upp á síðkastið. Það er að sjálfsögðu hið besta mál - því það er ekki svo oft sem heiðhvolfið ber á góma. Það er svo annað - að stundum er dálítið óbragð af þessum fréttum - rétt eins og eitthvað sé að gerast sem telja má mjög óvenjulegt og válegt. Hungurdiskar hafa alloft fjallað um heiðhvolfið - pistlarnir sem minnast á það og veðurlag þess skipta einhverjum tugum. Fjallað hefur verið um árstíðirnar í heiðhvolfinu og vindafar þar uppi og alloft minnst á sérstaka atburði.
Hitafar i heiðhvolfinu á norðurslóðum ræðst einkum af þremur þáttum, geislunarjafnvægi, lóðréttum hreyfingum og aðstreymi lofts að sunnan. Um fjögurra mánaða skeið á sumrum - þegar sól er hæst á lofti - frá 20.apríl til 20.ágúst eða þar um bil hlýnar svo mjög að vestanáttin sem ríkir afgang ársins gufar upp og breytist í austanátt. Eftir 20.ágúst bætir smám saman í vestanáttina - og þá sérstaklega seint að hausti þegar sól hverfur alveg eða nær alveg. Meðalvindhraði í 30 hPa yfir Íslandi er um 14 m/s í október, 30 m/s í desember og 38 m/s í janúar.
Á erlendum málum er vetrarhámark heiðhvolfsvindsins nefnt polar night jet - við köllum það skammdegisröstina. Röstin liggur umhverfis mikla háloftalægð - það sem kallast á ensku polar vortex - og er (af eðlilegum ástæðum) oft ruglað saman við neðri háloftalægðir sem líka kallast polar vortex. Þessi ruglingur er hálfgert vandræðamál fyrir þá sem nota ensku - en þarf ekki að vera það fyrir okkur. Við getum nefnilega talað um heiðhvolfslægðina eða heiðhvolfslægðir séu þær fleiri en ein - algjörlega án nokkurs ruglings.
Á þessum tíma árs er heiðhvolfslægðin oftast í góðum gír - fyrsta myndin hér að neðan sýnir stöðuna þann 4. janúar í fyrra (2018).
Jafnhæðarlínur 30 hPa-flatarins (í um 23 km hæð) eru heildregnar, hiti er sýndur með litum. Það er sjaldan sem lægðin er alveg samhverf umhverfis norðurskautið - hún leggst fremur austurhvelsmegin heldur en vestan við - en breytileiki er samt allmikill. Á þessu korti er ástæða hlýindanna yfir austasta hluta Asíu sú að þar sunnan við og undir er mjög öflugur hluti heimskautarastar veðrahvolfsins - nokkur niðurdráttur er ætíð á norðurhlið öflugra vestanrasta og gætir hans greinilega í 30 hPa - loft hlýnar við niðurdrátt.
Það er sólarleysið sem búið hefur til kuldann í lægðinni og á svæðinu í kringum hana. Þegar við fylgjumst með hringrás vestanáttarinnar á norðurhveli er þægilegt að nota hugtak sem nefnist bylgjutala. Eins og nafnið gæti bent til segir hún til um það hversu mörg lægðardrög (bylgjur) við sjáum í hringum. Sé hringrásin sammiðja um norðurskautið er bylgjutalan skilgreind sem núll. Liggi hún meira til annarrar hliðar við skautið er bylgjutala einn ríkjandi. Á þessu korti teygist lægðin greinilega til tveggja átta - bylgjutala tveir. Þeir sem eru stærðfræðilega sinnaðir vilja nú skrifa upp hringinn sem vegið samspil fjölmargra bylgjuþátta - allt frá tölunni núll - og upp í hvað sem verkast vill, vægi hverrar tölu misjafnt eftir breiddarstigum - og verður fljótt flókið.
Við sjáum vel af hlýindunum yfir Austur-Asíu að það sem er að gerast neðar getur haft mikil áhrif á stöðuna uppi í 30 hPa - og enn frekar enn ofar. Séu hreyfingar veðrahvolfsrastanna mjög bylgjukenndar - eða þá að mikill órói er í stóru kuldapollunum (Stóra-Bola og Síberíu-Blesa) getur bylgjumynstur í heiðhvolfinu miðju raskast mjög. Auk þess koma stundum orkumiklir pústrar úr hitabeltinu sem ryðjast fram við veðrahvörfin og sparka í heiðhvolfslægðina. Á síðustu árum eru slíkir pústrar gjarnan tengdir við það sem heitir Madden-Julian-hringurinn - (Madden-Julian oscillation) - og er eins konar veðurbylgja sem gengur hringinn í kringum hnöttinn nærri miðbaug á um það bil 40 dögum. Við gætum litið á þetta fyrirbrigði síðar.
Eitt það merkilegra sem gerst hefur í þróun veðurspáa á síðustu árum er að stóru reiknilíkönin eru stundum farin að sjá breytingar í heiðhvolfinu með alllöngum fyrirvara. Vegna þess að bylgjumynstur heiðhvolfsins er einfaldara heldur en það sem neðar er geta vísbendingar um breytingar þar uppi jafnframt verið vísbendingar um að breytingar (ekki jafn auðséðar) séu að eiga sér stað í veðrahvolfinu.
Takist ólgu veðrahvolfsins að hræra upp í heiðhvolfinu og drepa skammdegisröstina hefur það gjarnan þær afleiðingar að það dregur úr afli heimskautarastarinnar (sem er öflugust við veðrahvörfin - en oftast ótengd skammdegisröstinni). Þá er tækifæri fyrir breytingar á bylgjumynstri veðrahvolfsins. Stundum nær hin nýja hringrás heiðhvolfsins og breytingar niðri einhverju sambandi og festu - en alls ekki alltaf.
Þessa dagana hefur einmitt orðið mikil röskun í heiðhvolfinu - skammdegisröstin er ekki svipur hjá sjón.
Þetta kort er mjög ólíkt kortinu sama dag í fyrra - jú, við sjáum enn áhrif niðurdráttar yfir Austur-Asíu - en þar kemur víst fleira við sögu - niðurstreymi vegna bylgjubrots enn ofar. Heiðhvolfslægðin hefur alveg skipst í tvennt - kannski erum við að tala um bylgjutöluna þrír - vestari lægðin er þó e.t.v fjórir eða fimm.
En segir þetta eitthvað um veðráttuna afgang vetrar? Ólíklegt er að heiðhvolfslægðin jafni sig alveg eða verði aftur jafnköld og hún var - en ekki vill ritstjóri hungurdiska þó neitt fullyrða um það. En atburðir sem þessir eru ekki mjög sjaldgæfir - þó ekki séu þeir árlegir - og stöku sinnum líða nokkur ár á milli. Þeir eru algengari í febrúar heldur en í janúar. Fræðimenn hafa búið til nokkuð áreiðanlegar atburðaskrár sem ná 60 til 70 ár aftur í tímann. Ekki er algjört samkomulag um hvað skuli telja með og hvað ekki - en á listunum má oftast finna meir en 40 atburði á þessu tímabili.
Ekki er auðvelt að tengja þá veðurfari hér á landi - allur gangur virðist á afleiðingunum - en samt er tilfinning ritstjóra hungurdiska sú að breytingar í kjölfar þeirra hafi oftar verið til landnyrðingsþræsinga fremur en útsynningsumhleypinga - en könnun á því verður að bíða betri tíma - eða að eilífu.
Öll æsifréttamennska varðandi vetraratburði í heiðhvolfinu fer þó í fínu taugarnar á ritstjóranum - séu þær einhverjar eftir.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.12.): 65
- Sl. sólarhring: 249
- Sl. viku: 1027
- Frá upphafi: 2421127
Annað
- Innlit í dag: 58
- Innlit sl. viku: 898
- Gestir í dag: 56
- IP-tölur í dag: 56
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Sjálfsagt er ég að gera mig að algerum fábjána, með því að spyrja hvort líkja megi þessu við "El Ninjo og Ninja" fyrirbærin í suðurhöfum.
Góðar stundir, með áramótakveðju að sunnan og mikilli þökk fyrir pistla þína.
Halldór Egill Guðnason, 4.1.2019 kl. 01:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.