Hæðarvik í október

Hæðarvikakort októbermánaðar er stílhreint að þessu sinni. Heildregnu línurnar sýna meðalhæð 500 hPa-flatarins, en litafletir hæðarvik miðað við árin 1981 til 2010.

w-blogg011118a

Mikil (og köld) háloftalægð liggur við Grænland norðvestanvert og teygir anga sína til Íslands og suður um Labrador. Heimskautaröstin lá að mestu sunnan við land, en enn sunnar er langt og mjótt svæði þar sem 500 hPa flöturinn hefur legið talsvert hærra en að meðallagi. Miðað við útlit þessa korts verður að segja að við höfum bara sloppið vel - veðurlag í október var þrátt fyrir allt ekki svo slæmt þó hiti væri neðan meðallags síðustu tíu ára um land allt. 

Ritstjórinn athugar alltaf sér til skemmtunar í hvaða háloftaveðurlagsflokki mánuðir lenda. Þessi rétt mer það að komast inn í þann sem segir frá sterkri vestanátt, sterkri sunnanátt og lágum 500 hPa-fleti. Það er langt síðan októbermánuður hefur lent í sama flokki - síðast gerðist það 1969 og þar áður 1957. Bandaríska endurgreiningin segir að það hafi líka gerst 1904 - e.t.v. í lagi með þá ágiskun. Textahnotskurn ritstjóra hungurdiska segir um október 1969: „Óhagstæð tíð víðast hvar. Hiti var nærri meðallagi“. - Reyndar var hiti á landsvísu mjög svipaður og nú (3,7 stig þá, 3,4 nú) - en við höfum bara vanist hærri hita en lengst af hefur verið ríkjandi. Um október 1957 segir: „Umhleypingasamt, en þó hagstætt fyrri hlutann. Hiti nærri meðalagi“. Meðalhiti á landsvísu í október 1957 var líka mjög svipaður og nú eða 3,5 stig. Um október 1904 segir textahnotskurnin: „Umhleypingasamt og mikil úrkoma syðra. Fremur kalt“. - Jú, það var kaldara en nú, meðalhiti í byggð reiknast 1,9 stig. Ólíkt veðurlag fylgdi næstu mánuðum á eftir þessum þremur októbermánuðum - ekkert vitað um framtíðina frekar en venjulega. 

Kortið er úr smiðju Bolla Pálmasonar og kann ritstjóri hungurdiska honum bestu þakkir fyrir. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nýjustu myndir

  • w-2008-hitabylgja-rvk-linurit
  • Slide13
  • w-2008-hitabylgja-rvk-linurit
  • tx rvk 300708 arason i08m afrit
  • Slide14

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 58
  • Sl. sólarhring: 199
  • Sl. viku: 1107
  • Frá upphafi: 2456043

Annað

  • Innlit í dag: 55
  • Innlit sl. viku: 1005
  • Gestir í dag: 54
  • IP-tölur í dag: 54

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband