Athyglisverð lægð fer norður um Evrópu

Því er spáð að næstu daga fari athyglisverð lægð norður um Evrópu allt frá norðurströnd Afríku um vestanverða Alpa, út á Norðursjó og síðan hjá hér á landi á fimmtudag - án þess þó að koma mjög sögu hjá okkur.

Austan lægðarinnar streymir óvenjuhlýtt loft til norðurs - komið frá Afríku. Það hleður sig raka yfir Miðjarðarhafi, keyrir á Alpana og skilar þar gríðarlegri úrkomu (sé að marka spár). Öll Ítalía er hulin rauðgulum og rauðum aðvörunarborðum litum meðan á þessu stendur.

w-blogg281018a

Kortið sýnir stöðuna í 500 hPa-fletinum síðdegis á mánudag. Þá verður sjávarmálslægðarmiðjan um það bil að ganga á land við vestanverða Alpa. Við sjáum að þykktin á að fara upp fyrir 5640 metra langt norður í Þýskaland og Tékkland. Spáð er mikilli rigningu, krapa og snjó í austanverðum Noregi á þriðjudag - og síðan hlýindum. 

Vestan við kerfið er hins vegar óvenjukalt allt suður til Afríku. Alparnir munu aflaga kerfið mikið, og spurning hvað það gerir þegar það kemur út yfir Norðursjó á þriðjudag/miðvikudag. Evrópureiknimiðstöðin er tiltölulega hógvær - og hún hefur oftast rétt fyrir sér, en bandaríska veðurstofan er afdráttarlausari í stormspá sinni.

En þetta er frekar óvenjuleg lægðarbraut hvað sem öðru líður. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg200125c
  • w-blogg200125g
  • w-blogg200125f
  • w-blogg200125e
  • w-blogg200125d

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 19
  • Sl. sólarhring: 277
  • Sl. viku: 2398
  • Frá upphafi: 2434840

Annað

  • Innlit í dag: 15
  • Innlit sl. viku: 2125
  • Gestir í dag: 14
  • IP-tölur í dag: 14

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband